Sjókonur og snillingar

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í spennandi samstarfsverkefni með hópi kvenna í tónlist sem kalla sig ReykjavíkBarokk.
Samstarfsverkefnið er tónlistarhátíð sem hefur fengið heitið Kona forntónlistarhátíð. Sjá Facebook viðburð hér

Hátíðinni er annars vegar ætlað að vekja athygli á konum fyrri alda í Evrópu sem stunduðu hljóðfæraleik og tónsmíðar en fengu litla sem enga athygli fyrir verk sín. Í þeim þætti hátíðarinnar leika nokkrir hljóðfæranemendur skólans á tónleikum í Bergi með ReykjavíkBarokk.
Hins vegar er hátíðinni ætlað að draga fram í dagsljósið kveðskap íslenskra kvenna fyrr á öldum, sem tengdust sjósókn og/eða tengdum störfum í landi. Í því sambandi verður fluttur kveðskapur eftir Látra-Björgu og Hallgrím Pétursson. Sá þáttur forntónlistarhátíðarinnar nefnist Sjókonur og snillingar og er glænýtt tónleikhús. Það er í þeim þætti, Sjókonum og snillingum, sem nemendur í Kjarna 1 munu taka þátt í og hafa verið að kynnast þessum kveðskap í Kjarnatímum undanfarið.

Um helgina, 30. – 31. okt, er æfingahelgi með ReykjavíkBarokk hópnum vegna þessa verkefnis. Sjá æfinga- og tónleikaáætlun hér. Helgina þar á eftir, 6. og 7. nóvember eru æfingar, tvennir tónleikar á vegum ReykjavíkBarokks-hópsins í Bergi og síðan frumsýning tónleikhússins Sjókonur og snillingar í Stapa sunnudaginn 7. nóvember. Sjá hér

ATH grímuskylda er fyrir alla gesti eldri en 15 ára.

Laugardagur 6. nóvember:
Kl. 13:00  Berg: Tónleikar
Ólöf Sigursveinsdóttir, nýr sellókennari við TR og sellóleikari í ReykjavíkBarokk, leikur Sellósvítu nr. 3 í C dúr eftir Johann Sebastian Bach.
Gengið inn um Tónlistarskólann.

Sunnudagur 7. nóvember:
Kl. 14:00  Berg: Tónleikar
ReykjavíkBarokk ásamt hljóðfæranemendum úr Tónlistarskólanum flytja tónlist eftir Maddalenu Sirmen og Elizabeth J. de la Guerre.
Gengið inn um Tónlistarskólann

Kl. 16:00  Stapi: Sjókonur og snillingar – Tónleikhús
*ATH þessum tónleikum verður einnig streymt á Youtube rás skólans
ReykjavíkBarokk, Leikfélagið Fljúgandi fiskar o.fl. listamenn, ásamt nemendum úr Kjarna 1, sem hafa mikilvægt hlutverk í sýningunni.
Gengið inn um aðalinngang Stapa.

Vetrarfrí

Mánudaginn 18. okt og þriðjudaginn 19. okt er vetrarfrí hjá okkur í Tónlistarskólanum og fellur öll kennsla niður. Vonandi náið þið að hlaða batteríin í fríinu og við hittumst hress miðvikudaginn 20. okt.

Tónleikar hefjast!

Í næstu viku fara fram fyrstu nemendatónleikar vetrarins, alls þrennir tónleikar þann 11., 12. og 14. október. Við erum mjög spennt að hrinda þessum tónleikum af stað því loksins megum við bjóða áhorfendur velkomna í húsið og njóta með okkur. Tónleikarnir eru allir í Bergi, byrja kl.17:30 og eru opnir öllum. Gestir passa að halda góðri fjarlægð við óskylda aðila og er grímunotkun valkvæð.

Hlökkum til að sjá ykkur í húsinu!

Nemendur í Ungsveitinni

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hélt tónleika sunnudaginn 26. septsember í Eldborgarsal Hörpu undir stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Efnisskráin var Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Ungsveit SÍ er skipuð ungmennum úr tónlistarskólum landsins og þurfa nemendurnir að standast prufuspil til að fá sæti í hljómsveitinni. Að þessu sinni var Ungsveitin skipuð um 80 hljóðfæraleikurum.Þrír nemendur okkar voru í hljómsveitinni, þau Bergur Daði Ágústsson, trompet, Magnús Már Newman, pákur og Rozalia Mietus, fiðla. Þau stóðu sig frábærlega vel, sem og hljómsveitin öll, og þau spiluðu sína „parta“ af miklu öryggi. Innilega til hamingju með frammistöðuna, Bergur, Magnús og Rozalia og takk fyrir tónleikana. Sömuleiðis færi ég kennurum þeirra, þeim Karen, Þorvaldi og Unni hamingjuóskir og þakkir fyrir vandaðan undirbúning. Haraldur Á. Haraldsson.

Sóttvarnir og umgengni í skólabyggingunni

  • Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en við hvetjum þau, sem og alla okkar nemendur til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
  • Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 500 í rými.
  • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.
  • Forráðamenn, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginguna og gæta að sóttvörnum.
  • Grímunotkun er valkvæð.                                      
  • Um viðburði á vegum skólans gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og um 500 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

Upphaf skólaársins 2021-2022

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 18. ágúst og er opin mán-fim frá kl.9-17 og fös frá kl.9-16.
Þau sem hafa fengið inngöngu í nám fengu staðfestingu á skólavist í júní sl. Aðrir fara sjálfkrafa á biðlista.

Kennsla í hljóðfæragreinum og söng hefst fimmtudaginn 26. ágúst.
Kennsla í tónfræðagreinum hefst mánudaginn 30. ágúst
Önnur samspil og hóptímar hefjast eins fljótt og auðið er, kennarar láta sína nemendur vita.

Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur varðandi tímasetningar allra einka- og hóptíma.

NETnótan

NETnótan uppskeruhátíð tónlistarskóla 2021 verður sýnd í þremur þáttum á N4 í júní. Tónlistarskólar sendu inn myndbönd úr skólastarfinu sem N4 fléttuðu saman í skemmtilega þætti.Myndbönd hvers skóla, í heild sinni, verða birt á vefsíðu KÍ og FB síðu Nótunnar á sama tíma og viðkomandi sjónvarpsþáttur verður sýndur. Þegar allir þættirnir hafa verið sýndir verða svo öll myndböndin einnig aðgengileg í N4 safninu á sjónvarpi símans.Þættirnir verða sýndir sunnudagana 13., 20. og 27. júní kl. 20.30, endilega fylgist með!

https://vimeo.com/kennarasambandislands?fbclid=IwAR2HvgFs8D7u4Jn9x1eVeTAVGIk7WooliyfJYD5KIyPBl_MEAPsYoSQWYnE

Hvatningaverðlaun 2021-2022

Ár hvert veitir Íslandsbanki í Reykjanesbæ hvatningaverðlaun þeim nemanda eða nemendum sem hafa sýnt mikla hæfileika og dugnað í námi hjá okkur síðustu ár og borgar bankinn skólagjöld næsta skólaárs.
Þetta er í sextánda sinn sem Hvatningarverðlaun Íslandsbanka til nemanda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru veitt, og hefur þetta samstarf bankans og Tónlistarskólans verið afar ánægjulegt og farsælt.

Sá nemandi sem hlýtur Hvatningarverðlaun Íslandsbanka fyrir skólaárið 2021-2022 er Magnús Már Newman, nemandi í slagverksleik og rytmísku píanói. Magnús er gæddur sérlega góðum tónlistarhæfileikum og hann hefur þroskað þá einstaklega vel í námi sínu við Tónlistarskólann. Hann hefur stundað tónlistarnám sitt af miklum dugnaði og samviskusemi, bæði hljóðfæranámið og allar hliðargreinar. Þegar hæfileikar og dugnaður fara saman, þá verður árangurinn góður.
Á síðustu misserum hefur Magnús verið í mjög umfangsmiklu námi við Tónlistarskólann, bæði í tvöföldu hljóðfæranámi, nokkrum hljómsveitum og minni samspilum sem og stundað tónfræðagreinarnar af kappi og er kominn vel á veg inn í framhaldsnáms-stigið í þeim námsgreinum.
Magnús hefur verið leiðandi slagverksnemandi skólans um nokkurt skeið og hefur axlað þá ábyrgð af stakri prýði. Hann hefur alltaf verið duglegur og jákvæður í skólastarfinu, sóst í að taka að sér verkefni til að þroska sig í tónlistinni og mjög oft komið fram opinberlega fyrir hönd skólans, bæði einn og í minni sem stærri hópum.
Magnús Már á mikla framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu og vonandi verður sá heiður að hljóta Hvatningarverðlaun Íslandsbanka, til þess að efla hann enn frekar á því sviði.

Skólalok

Síðasti kennsludagur þessa skólaárs er miðvikudagurinn 26. maí, eftir það taka við starfsdagar og endar skólaárið með skólaslitum sem fara fram í Stapa mánudaginn 31. maí kl.18:00. Vegna fjöldatakmarkana er aðeins gert ráð fyrir starfsfólki skólans, nemendum sem luku áfangaprófum, nemendum sem flytja tónlistaratriði og handhafa Hvatningarverðlaunum Íslandsbanka. Fyrir aðra verður hægt að fylgjast með beinu streymi á Youtube-rás skólans hér.
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Endurnýjun og nýjar umsóknir

Nú er heppilegur tími til að sækja um fyrir skólaárið 2021-2022.
Við getum bætt við okkur nokkrum nýjum nemendum á ýmis hljóðfæri og viljum við sérstaklega vekja athygli á kynningarnámi á blásturshljóðfæri. Það nám er ætlað nýjum nemendum í 3. – 5. bekk á málm- og tréblásturshljóðfæri. Skólagjöldin eru einungus 60.000kr. og er hljóðfæraleiga innifalin. Allar helstu upplýsingar um það nám er að finna hér að ofan undir hlekknum „Kynningarnám á blásturshljóðfæri

Sótt er um allt nám undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“ hér að ofan og þar endurnýja núverandi nemendur skólans einnig umsókn sína og staðfesta skólavist fyrir næsta skólaár.