Fimmtudaginn 21. mars blæs Forskóli 2 til stórtónleika og fær með sér í lið eldri lúðrasveit skólans og rokkhljómsveit. Tónleikarnir eru tvennir og eru í Stapa.
Í Forskóla 2 eru allir nemendur 2. bekkjar í Reykjanesbæ, þau hafa æft af kappi vænlega efnisskrá í allan vetur undir handleiðslu kennara frá Tónlistarskólanum.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.17 og koma þar fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18 og koma þar fram nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla.
Tónleikarnir henta öllum aldurshópum og er aðgangseyrir enginn.
Mánudaginn 25. mars er komið að elstu nemendum skólans þar sem tónleikar lengra kominna nemenda fara fram í Bergi kl.19:30. Þar koma fram okkar elstu og færustu nemendur og sýna fram á snilli sína með fjölbreyttri og skemmtilegri dagsskrá. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir enginn.