Landsmót SÍSL í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Stórskemmtilegt landsmót C/D skólalúðrasveita fór fram um síðustu helgi hér í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, í raun var öll Hljómahöllin undirlögð að undanskildu Rokksafni Íslands. Húsið rúmaði alla starfsemi og gesti vel, spilað var í hverju horni alla helgina sem lauk með stórskemmtilegum tónleikum í Stapa á sunnudeginum. Þar komu fram hljóðfærakórar, blásarakvintett og afrakstur námskeiðs hjá Inga Garðari Erlendssyni um nútímanótnaskrift fékk að óma. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá helginni:

 

Landsmót SÍSL í Reykjanesbæ

Nú um helgina tekur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar á móti 220 manns til að taka þátt í landsmóti C og D hljómasveita SÍSL (Samtök íslenskra skólalúðrasveita). Í þessum sveitum eru elstu nemendur lúðrasveitanna og fá þau tækifæri um helgina að spila í kammerhópum og sækja ýmis námskeið og fyrirlestra.

Tvennir tónleikar verða á dagsskrá; annars vegar föstudagskvöldið 23. jan kl.21:30 þar sem lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Skólahljómsveit Austurbæjar og Skólahljómsveit Kópavogs koma fram og hins vegar lokatónleikar landsmótsins sunnudaginn 25. janúar kl.14 þar sem afrakstur helgarinnar fær að hljóma. Báðir tónleikarnir fara fram í Stapa, enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!

Hér er slóð frá Víkurfréttum um landsmótið http://www.vf.is/mannlif/landsmot-samtaka-islenskra-skolaludrasveita/64965