Miðvikudagurinn 5. október er Alþjóðadagur kennara. Í tilefni af því mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar bjóða öllum áhugasömum að koma í skólann, að Hjallavegi 2, Reykjanesbæ, þann dag á milli kl. 17 og 19. Á neðri hæð skólans fara fram þennan dag á þessum tíma, margs konar samæfingar nemenda undir handleiðslu kennara. Æfingarnar fara fram að þessu sinni fyrir opnum dyrum og er gestum velkomið að tilla sér inn í stofu eða sali og fylgjast með æfingunum.
Það sem verður í gangi á neðri hæðinni á þessum tíma er lúðrasveitaræfing, Slaghörpu-hópur, Rokkhljómsveit, Rafgítarkór og Söngdeild sem verður með 2 mismunandi hóptíma. Auk þess verða hljóðfæri Bjöllukórsins til sýnis og kynningar. Vonandi sjá sem allra flestir sér fært að kíkja við í Tónlistarskólanum á miðvikudaginn milli kl.17 og 19. Hollar veitingar verða í boði í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ.
Month: september 2016
Menntastefna Reykjanesbæjar
Nú fyrir stuttu gaf Reykjanesbær út nýja menntastefnu og er hún aðgengileg hér á síðunni undir „Almennar upplýsingar“.