Minnum á að líkt og í öðrum skólum verður frí á Verkalýðsdaginn 1. maí í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hittumst hress eftir helgi!
Month: apríl 2015
Myndir frá tónfundi 21. apríl
Síðastliðin þriðjudag 21. apríl fór fram almennur tónfundur í Bergi. Nemendur voru á öllum aldri sem m.a. spiluðu á strengjahljóðfæri, brass og nokkrir söngvarar. Hér að neðan er aðeins brot af þeim sem komu fram.
Opnað fyrir umsóknir
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur opnað fyrir nýjar umsóknir fyrir næsta skólaár. Tökum á móti umsóknum á hljóðfæri í öllum deildum, hægt að skoða hvaða hljóðfæri og námsleiðir eru í boði hér til vinstri.
Umsóknir liggja frammi á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2, en einnig eru umsóknir á vefnum mittreykjanes.is
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk.
Upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 420-1400 milli kl.13 og 17 alla daga nema miðvikudaga, þá er opið frá kl.9 og 13.
Tvennir framhaldsprófstónleikar
Tvennir framhaldsprófstónleikar í söng fara fram í næstu viku við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Það eru þær Sigrún Lína Ingólfsdóttir-mezzo sópran og Ína Dóra Hjálmarsdóttir-sópran sem bjóða til söngveislu í tilefni útskriftar þeirra úr skólanum. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt og einkar glæsileg þar sem hver og einn ætti að heyra eitthvað við sitt hæfi.
Á báðum tónleikunum er Helga Bryndís Magnúsdóttir meðleikari og aðgangur ókeypis!