Tónver

Í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er vel útbúið tónver. Í tengslum við það er hljóðupptökuver, sem gerir aðstöðu skólans til vinnslu tónlistar mjög ásættanlega.

Í Tónveri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er áhersla lögð á að kynna nemendum á praktískan hátt, hvernig tækni og tónlist mætast. Kennd eru undirstöðuatriði tónvinnslu í tölvum, tónsmíðar, útsetningar, upptökutækni, hljóðblöndun og hljóðvinnsla.

Æskilegt er að nemendur hafi einhverja tónlistarmenntun eða reynslu af tónlist, en það er ekki skilyrði.

Nemendafjöldi hvers skólaárs í Tónveri er mjög takmarkaður og hafa nemendur skólans að öllu jöfnu forgang.

Nemendur þurfa að vera orðnir 16 ára.

Námstími er 1 vetur, 2 klst. á viku. Möguleiki er á eins veturs framhaldsnámi.
Kennari er Áki Ásgeirsson.