Höfðingleg gjöf til skólans

Eyþór Eyjólfsson, sem ber listamannsnafnið Ethoríó, færði Tónlistarskólanum fyrir nokkrum dögum fallegt málverk af Rúnari Júlíussyni tónlistarmanni, þar sem hann skartar því sem hann var þekktastur fyrir, tónlist og knattspyrnu.

Eyþór sem er mjög flinkur trommuleikari, er fyrrum slagverksnemandi skólans og hefur spilað með bæði lúðrasveit og léttsveit skólans auk ýmissa samspilshópa. Auk þess hefur hann starfað með rokkhljómsveitum utan skólans. Með þessari fallegu gjöf, vill Eyþór þakka Tónlistarskólanum fyrir þá tónlistarmenntun, reynslu og þroska sem hann öðlaðist í námi sínu við skólann.

Eyþór stundaði myndlistarnám við LHÍ og er á leið í áframhaldandi myndlistarnám í Bournemouth í Englandi.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar þakkar Eyþóri innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hans hlýja hug til skólans.

Söngnámskeið

Skólinn býður upp á tvenn söngnámskeið í haust, eitt ætlað söngelskum frá 15 ára aldri og annað ætlað kórafólki. Frekari upplýsingar eru undir „Söngnámskeið“ hnappnum hér að ofan.