Í ljósi þróunar yfirstandandi Covid-bylgju, þá er nauðsynlegt að setja að nýju skýrar reglur hér í skólanum varðandi umgengni eldri nemenda og forráðamanna og skerpa á sóttvarnarhegðun.
Um er að ræða nemendur 16 ára og eldri (þ.m.t. fullorðnir nemendur) og forráðamenn nemenda almennt.
Nemendur 16 ára og eldri:
-Þessi aldurshópur er eindregið hvattur til að nota grímur í þeim kennslustundum sem hægt er að koma því við. Þeir sem það gera þurfa sjálfir að koma með grímur.
-Jafnframt að passa upp á fjarlægðarmörk, t.d. í biðaðstöðu á báðum hæðum skólans og í kennslustofum eins og hægt er.
-Að þvo sér vel um hendur og spritta áður en gengið er inn í hóptímastofur. Það eru sprittbrúsar framan við hverja hóptímastofu.
-Að þvo sér vel um hendur rétt áður áður en farið er í einkatíma og spritta þegar inn í stofuna er komið. Það eru sprittbrúsar í öllum hljóðfæra- og söngstofum.
-Séu nemendur slappir, lasnir eða með kvef, óskum við eftir því að þeir mæti ekki í tónlistarskólann, heldur tilkynni veikindi.
Forráðamenn:
-Vinsamlegast ekki koma inn í skólann nema þið eigið brýnt erindi.
-Séu nemendur slappir, lasnir eða með kvef, óskum við eftir því að þeir mæti ekki í tónlistarskólann og veikindi séu tilkynnt.
-Þátttaka foreldra í námi Suzukinemenda er brýnt erindi, svo eðli málsins samkvæmt fylgja þeir börnum sínum í hljóðfæra – og hóptíma.
-Foreldrar Suzukinemenda eru eindregið hvattir til að nota grímur eins og hægt er og þvo hendur og spritta rétt áður en farið er í tíma. Þeir sem nota grímur þurfa sjálfir að koma með þær.
-Foreldrar Suzukinemenda gæti að fjarlægðarmörkum meðan beðið er eftir að kennslustund hefjist.
-Að þið hvetjið börn ykkar til að þvo sér vel um hendur hér í skólanum og spritta áður en þau fara í tíma.