Nú er allt starfsfólk komið til starfa að skipuleggja komandi starfsár. Skrifstofan er opin og allir þeir nemendur sem hafa fengið úthlutað plássi eiga að vera komin með staðfestingu á því.
Umsjónakennarar munu hafa samband á næstu dögum og úthluta sínum nemendum tímasetningum, bæði fyrir einkatíma og hóptíma.
- Þriðjudagur 27. ágúst: Hljóðfæra- og söngkennsla hefst.
- Mánudagur 2. september: Kennsla í tónfræðagreinum hefst.
- Hljómsveita- og samspilsæfingar, sem og hóptímar innan söngdeildar, hefjast eins fljótt og unnt er.