Skólalok

Síðasti kennsludagur vetrarins er föstudagurinn 20. maí. Skólaslit fara fram þann 26. maí kl.18 í Stapa. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði, nemendur sem luku áfangaprófum fá prófskírteini sín og verða Hvatningaverðlaun skólans og Íslandsbanka veitt. Allir nemendur skólans eiga að mæta og taka við vitnisburðarskjölum frá sínum kennurum.

Vortónleikar strengjasveita TR

Í dag kl.17 halda allar strengjasveitir skólans vortónleika sína. Sveitirnar eru samtals þrjár og eru undir stjórn Þórunnar Harðardóttur og Unnar Pálsdóttur. Tónleikarnir eru í Bergi og eru allir velkomnir!

IMG_0815