NETnótan

NETnótan uppskeruhátíð tónlistarskóla 2021 verður sýnd í þremur þáttum á N4 í júní. Tónlistarskólar sendu inn myndbönd úr skólastarfinu sem N4 fléttuðu saman í skemmtilega þætti.Myndbönd hvers skóla, í heild sinni, verða birt á vefsíðu KÍ og FB síðu Nótunnar á sama tíma og viðkomandi sjónvarpsþáttur verður sýndur. Þegar allir þættirnir hafa verið sýndir verða svo öll myndböndin einnig aðgengileg í N4 safninu á sjónvarpi símans.Þættirnir verða sýndir sunnudagana 13., 20. og 27. júní kl. 20.30, endilega fylgist með!

https://vimeo.com/kennarasambandislands?fbclid=IwAR2HvgFs8D7u4Jn9x1eVeTAVGIk7WooliyfJYD5KIyPBl_MEAPsYoSQWYnE

Hvatningaverðlaun 2021-2022

Ár hvert veitir Íslandsbanki í Reykjanesbæ hvatningaverðlaun þeim nemanda eða nemendum sem hafa sýnt mikla hæfileika og dugnað í námi hjá okkur síðustu ár og borgar bankinn skólagjöld næsta skólaárs.
Þetta er í sextánda sinn sem Hvatningarverðlaun Íslandsbanka til nemanda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru veitt, og hefur þetta samstarf bankans og Tónlistarskólans verið afar ánægjulegt og farsælt.

Sá nemandi sem hlýtur Hvatningarverðlaun Íslandsbanka fyrir skólaárið 2021-2022 er Magnús Már Newman, nemandi í slagverksleik og rytmísku píanói. Magnús er gæddur sérlega góðum tónlistarhæfileikum og hann hefur þroskað þá einstaklega vel í námi sínu við Tónlistarskólann. Hann hefur stundað tónlistarnám sitt af miklum dugnaði og samviskusemi, bæði hljóðfæranámið og allar hliðargreinar. Þegar hæfileikar og dugnaður fara saman, þá verður árangurinn góður.
Á síðustu misserum hefur Magnús verið í mjög umfangsmiklu námi við Tónlistarskólann, bæði í tvöföldu hljóðfæranámi, nokkrum hljómsveitum og minni samspilum sem og stundað tónfræðagreinarnar af kappi og er kominn vel á veg inn í framhaldsnáms-stigið í þeim námsgreinum.
Magnús hefur verið leiðandi slagverksnemandi skólans um nokkurt skeið og hefur axlað þá ábyrgð af stakri prýði. Hann hefur alltaf verið duglegur og jákvæður í skólastarfinu, sóst í að taka að sér verkefni til að þroska sig í tónlistinni og mjög oft komið fram opinberlega fyrir hönd skólans, bæði einn og í minni sem stærri hópum.
Magnús Már á mikla framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu og vonandi verður sá heiður að hljóta Hvatningarverðlaun Íslandsbanka, til þess að efla hann enn frekar á því sviði.