Sóttvarnarreglur í skólanum

Hér á þessari síður koma fram helstu vendingar í skipulagi skólans meðan COVID veiran er enn á sveimi í samfélaginu.

Öll hljóðfæra- og söngkennsla (einkakennsla) er á sínum stað, út í grunnskólunum og hér í tónlistarskólanum.

Einstaklingskennsla í hljóðfæraleik og söng er heimil með 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og kennara. Ef hún næst ekki, skal kennari nota grímu.

Kennurum og öðru starfsfólki tónlistarskóla er heimilt að fara á milli hópa. Þeir skulu þó ekki vera fleiri en 20 í sama rými.

Ef ekki er hægt að halda 2 metra nálægðartakmörkunum í hópastarfi skal kennari/starfsmaður nota grímu.

Nemendur í 1.-10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.

Öll tónlistarkennsla nemenda á leik- og grunnskólaaldri er heimil með sömu takmörkunum og hér að ofan.

Hljómsveita-, samspils- og samsöngsstarf er heimilt. Ekki skulu þó fleiri en 50 nemendur vera í sama rými.

Halda skal minnst 2 metra fjarlægð milli kennara og eldri nemenda (framhaldsskólaaldur og eldri). Ef það næst ekki, skulu báðir nota grímu.

Fjöldi eldri nemenda og kennara skal ekki fara yfir 30 í hverju rými.

Blöndun nemenda milli hópa er heimil í öllum aldurshópum með ofangreindum takmörkunum.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema nauðsyn beri til og skulu þá nota grímu.

Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu nota grímu.

Allir skulu stunda góðan handþvott og sprittun. Starfsfólk tónlistarskólans sér til þess að snertifletir séu sótthreinsaðir eftir hvern hóp og á milli einstaklingskennslustunda.

Snertifletir á almennum svæðum í skólanum eru sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.