Vortónleikar
Vortónleikar standa yfir frá og með 15. maí til og með 27. maí.
Dagsskránna er að finna hér að ofan undir hnappnum „Vortónleikar 2020“.
Vegna gildandi samkomutakmarkana verður tónleikunum streymt á YouTube, án tónleikagesta, hér.
Skólaslit
Síðasti kennsludagur vetrarins er þriðjudagurinn 26. maí.
Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 29. maí kl.18.00.
Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði.
Skólaslitunum verður streymt á YouTube án gesta hér.
Innritun
Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2020-2021.
Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að.
Sækja skal um á hér á heimasíðunni undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“
Tónvísir
Vorútgáfa fréttabréfs skólans, Tónvísis, er nú komið út og hægt að nálgast það hér.