Síðustu dagar vetrarins

Nú er ekki mikið eftir af kennslu í vetur og ættu allir nemendur skólans að vera að undirbúa sig fyrir vortónleika. Allar upplýsingar um það sem eftir er er að finna í fréttabréfi skólans, Tónvísi, hér að ofan og dagsskrá vortónleikanna er einnig að finna í „Viðburðir“ hér að ofan.

Síðasti kennsludagur vetrarins er föstudagurinn 25. maí og skólaslit fara fram í Stapa fimmtudaginn 31. maí kl.18:00. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur skólans mæti þangað.

Umsóknir nýrra nemenda um skólavist skólaárið 2018-2019 eru undir hnappnum „Nýjar umsóknir“ hér að ofan. Einnig er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu skólans að Hjallavegi 2.
Umsóknarfrestur er ekki takmarkaður, en æskilegt er að umsóknir berist fyrir 1. júní n.k.
Tekið er inn í laus pláss skv. dagsetningum umsókna.