Hausttónleikar Lúðrasveitar TR

Hausttónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 19. nóvember kl.17.30 í Stapa, Hljómahöllinni. Að þessu sinni eru tónleikarnir óvenju snemma dags, sem kemur til vegna landsleiksins við Króatíu.

Á tónleikunum koma fram yngsta, mið og elsta lúðrasveit skólans. Það kennir ýmissa grasa í efnisskrá tónleikanna, en þó einkennast þeir af kvikmyndatónlist sem verður þema tónleikanna. Jafnframt verða sýnd myndskeið úr viðkomandi kvikmyndum. Sem dæmi, þá verður leikin tónlist úr kvikmyndunum Kitty Kitty Bang Bang, The Simpsons, Forrest Gump og tónlist úr Disney-kvikmyndum.

Stjórnendur lúðrasveitanna eru Áki Ásgeirsson, Baldvin I. Tryggvason, Emil Þ. Emilsson, Harpa Jóhannsdóttir og Karen J. Sturlaugsson.

Búast má við skemmtilegri stemmningu og líflegum tónleikum.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.