Styrkur frá Lions í Njarðvík

lionsklubbur-gjo%cc%88fLionsklúbbur Njarðvíkur veitti í gær, sunnudaginn 27. nóvember, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar myndarlegan styrk eins og klúbburinn hefur gert árlega, mörg undanfarin ár. Styrkurinn var að venju afhentur í Verslunarmiðstöðinni Krossmóa við sama tækifæri og jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarð

víkur var sett í gang. Styrkurinn er kærkominn og verður varið til að styrkja tónleikahald nemenda skólans.

Tveir gítarnemendur skólans, Alexander Grybos og Luka Bosnjak, léku tvö jólalög við þetta tækifæri, ásamt kennara sínum.

Arnaldur Arnarson – gítartónleikar

2000Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Tónlistarfélag Reykjanesbæjar standa saman að tónleikum þar sem gítarleikarinn Arnaldur Arnarson leikur nokkrar af fegurstu perlum klassískrar gítartónlistar, m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach, Heitor Villa-Lobos og Isaac Albéniz.

Tónleikarnir verða fimmtudaginn 10. nóvember kl.19.30 í tónleikasalnum Bergi í Hljómahöll. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Gengið verður inn um inngang Tónlistarskólans.

Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára gamall. Hann sótti síðan gítarnám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þar námi vorið 1977.  Hann stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni, þar sem helstu kennarar hans voru Gordon Crosskey, John Williams, George Hadjinikos og José Tomás. Með sigri í 21. alþjóðlegu „Fernando Sor“ gítarkeppninni í Róm 1992 og með einleikstónleikum á Listahátíð í Reykjavík sama ár skipaði Arnaldur sér á bekk með fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður Ameríku. Arnaldur hefur um árabil kennt gítarleik og verið aðstoðarskólastjóri við Luthier Tónlistar- og dansskólann í Barcelona en hyggst starfa meira á Íslandi næstu misseri. Hann hefur haldið námskeið í tónlistarflutningi víða um heim og setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum.

Skemmtilegt samstarf hefur myndast milli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Arnaldar á síðustu mánuðum. Kennarar skólans fengu athyglisverðan fyrirlestur hjá Arnaldi í fræðslu- og kynnisferð sinni til Barcelona s.l. sumar og gítarnemendur skólans hafa í þessari Íslandsferð Arnaldar, fengið masterklass-kennslu hjá honum.

Undrabörn og tónskáld – Mozart og Liszt

anna

Tónleikar og fyrirlestur í Bergi

Tónleikafyrirlestur með Önnu Málfríði Sigurðardóttur píanóleikara verður haldinn í Bergi Hljómahöll, miðvikudaginn 12. október kl.17:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Anna Málfríður  mun fjalla um tónskáldin Mozart og Liszt  og einnig um verkin sem leikin verða. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30  og eru rúmlega einn og hálfur tími með hléi.

Skoðað verður m.a. hvað þessi tónskáld áttu sameiginlegt þó að yfir 50 ár skildi þau að í tíma og hvernig ferðalög og kynni af öðrum tónskáldum og verkum þeirra höfðu áhrif á þeirra eigin tónsmíðar.
Á efnisskrá verða einungis verk eftir Wolfgang A. Mozart og  Franz Liszt, þ.á.m. hin þekkta sónata Mozarts sem oft er nefnd „Alla Turca“ og þrjár Petrarca Sonnettur eftir Liszt, sem hann umskrifaði eftir samnefndum sönglögum sínum og eru samin við texta eftir ítalska skáldið Francesco Petrarca. Auk þess verða á efnisskránni Fantasían í d moll eftir Mozart og Waldesrauschen eftir Liszt.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Alþjóðadagur kennara

Miðvikudagurinn 5. október er Alþjóðadagur kennara. Í tilefni af því mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar bjóða öllum áhugasömum að koma í skólann, að Hjallavegi 2, Reykjanesbæ,  þann dag á milli kl. 17 og 19. Á neðri hæð skólans fara fram þennan dag á þessum tíma, margs konar samæfingar nemenda undir handleiðslu kennara. Æfingarnar fara fram að þessu sinni fyrir opnum dyrum og er gestum velkomið að tilla sér inn í stofu eða sali og fylgjast með æfingunum.
Það sem verður í gangi á neðri hæðinni á þessum tíma er lúðrasveitaræfing, Slaghörpu-hópur, Rokkhljómsveit, Rafgítarkór og Söngdeild sem verður með 2 mismunandi hóptíma. Auk þess verða hljóðfæri Bjöllukórsins til sýnis og kynningar. Vonandi sjá sem allra flestir sér fært að kíkja við í Tónlistarskólanum á miðvikudaginn milli kl.17 og 19. Hollar veitingar verða í boði í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ.

Barnakór – Opið fyrir nýjar umsóknir

Barnakór Tónlistarskólans er ætlaður börnum á aldrinum 9-12 ára (4. til 7. bekk), bæði nemendum Tónlistarskólans sem og öðrum börnum búsettum í Reykjanesbæ. Kórinn mun æfa á þriðjudögum kl. 17-18 og á föstudögum frá kl.14.30-15.30 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2. Nýjir umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn verður staðfest. Raddprófun fer fram í Tónlistarskólanum föstudaginn 9. september kl.14.30.

Börn sem ekki eru nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ber að greiða kórgjald, kr. 20,000 fyrir veturinn –  sjá gjaldskrá skólans hér á vefsíðunni. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða hins vegar ekki kórgjaldið.

Stjórnandi og kennari kórsins er Birta Rós Sigurjónsdóttir.

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 7. september n.k. Sótt er um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2 eða í síma 420-1400 frá kl. 13-17.

1.-Barnakór-TR (1)

Skóladagatal og upphaf vetrar

Skóladagatal fyrir veturinn 2016-2017 er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér að ofan undir „Skólinn og námsumhverfið“.

Kennsla á hljóðfæri og í söng hefst fimmtudaginn 25. ágúst og kennsla í tónfræðigreinum fimmtudaginn 1. september. Umsjónarkennarar munu hafa samband við sína nemendur á starfsdögum, frá 18. – 24. ágúst, og úthluta tímum í hljóðfærakennslu og hóptímum.
Hljómsveitastarf hefst strax í upphafi kennslu, en það er þó aðeins mismunandi eftir deildum. Hljómsveitastjórar munu hafa samband vegna þess.

Skólalok

Síðasti kennsludagur vetrarins er föstudagurinn 20. maí. Skólaslit fara fram þann 26. maí kl.18 í Stapa. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði, nemendur sem luku áfangaprófum fá prófskírteini sín og verða Hvatningaverðlaun skólans og Íslandsbanka veitt. Allir nemendur skólans eiga að mæta og taka við vitnisburðarskjölum frá sínum kennurum.