Skólalok

Síðasti kennsludagur vetrarins er föstudagurinn 20. maí. Skólaslit fara fram þann 26. maí kl.18 í Stapa. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði, nemendur sem luku áfangaprófum fá prófskírteini sín og verða Hvatningaverðlaun skólans og Íslandsbanka veitt. Allir nemendur skólans eiga að mæta og taka við vitnisburðarskjölum frá sínum kennurum.

Vortónleikar strengjasveita TR

Í dag kl.17 halda allar strengjasveitir skólans vortónleika sína. Sveitirnar eru samtals þrjár og eru undir stjórn Þórunnar Harðardóttur og Unnar Pálsdóttur. Tónleikarnir eru í Bergi og eru allir velkomnir!

IMG_0815

Umsóknir nýnema

Umsóknir nýrra nemenda um skólavist næsta skólaár eru hér á vef skólans, undir hnappnum „Nýjar umsóknir“

Einnig er hægt að sækja um á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is undir hnappnum „Tónlistarskóli Reykjanesbæjar-Nýjar umsóknir“.

Þetta tekur gildi miðvikudaginn 20. apríl.

Sömuleiðis er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöð sem liggja frammi á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2.

Ánægjuleg úrslit í Ísland Got Talent

Jóhanna Ruth Luna Josi, söngnemandi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sigraði með glæsibrag í Ísland Got Talent.
Í úrslitakeppninni söng Jóhanna lagið „Simply the best“ sem Tina Turner gerði frægt á sínum tíma.
Flutningur Jóhönnu á laginu var sérlega glæsilegur.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar óskar Jóhönnu Ruth innilega til hamingju með sigurinn.

ffff

Kvikmyndatónleikar Lúðrasveitanna

hausttonleikar_ludrasveitartr-1

Kvikmyndatónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir í Stapa, Hljómahöllinni. miðvikudaginn 16. mars kl.18.00.  Á tónleikunum koma fram yngsta, mið og elsta lúðrasveit skólans.

Það kennir ýmissa grasa í efnisskrá tónleikanna, en þó einkennast þeir af kvikmyndatónlist sem er þema tónleikanna. Jafnframt verða sýnd myndskeið úr viðkomandi myndum. Sem dæmi, þá verður leikin tónlist úr kvikmyndunum Star Wars, Toy Story og Mamma Mia og úr þáttaröðinni Game Of Thrones.

Stjórnendur lúðrasveitanna eru Harpa Jóhannsdóttir, Þorvaldur Halldórsson og Sandra Rún Jónsdóttir. Búast má við skemmtilegri stemmningu og líflegum tónleikum.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti.