Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Alþjóðadagur kennara

Miðvikudagurinn 5. október er Alþjóðadagur kennara. Í tilefni af því mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar bjóða öllum áhugasömum að koma í skólann, að Hjallavegi 2, Reykjanesbæ,  þann dag á milli kl. 17 og 19. Á neðri hæð skólans fara fram þennan dag á þessum tíma, margs konar samæfingar nemenda undir handleiðslu kennara. Æfingarnar fara fram að þessu sinni fyrir opnum dyrum og er gestum velkomið að tilla sér inn í stofu eða sali og fylgjast með æfingunum.
Það sem verður í gangi á neðri hæðinni á þessum tíma er lúðrasveitaræfing, Slaghörpu-hópur, Rokkhljómsveit, Rafgítarkór og Söngdeild sem verður með 2 mismunandi hóptíma. Auk þess verða hljóðfæri Bjöllukórsins til sýnis og kynningar. Vonandi sjá sem allra flestir sér fært að kíkja við í Tónlistarskólanum á miðvikudaginn milli kl.17 og 19. Hollar veitingar verða í boði í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ.

Barnakór – Opið fyrir nýjar umsóknir

Barnakór Tónlistarskólans er ætlaður börnum á aldrinum 9-12 ára (4. til 7. bekk), bæði nemendum Tónlistarskólans sem og öðrum börnum búsettum í Reykjanesbæ. Kórinn mun æfa á þriðjudögum kl. 17-18 og á föstudögum frá kl.14.30-15.30 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2. Nýjir umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn verður staðfest. Raddprófun fer fram í Tónlistarskólanum föstudaginn 9. september kl.14.30.

Börn sem ekki eru nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ber að greiða kórgjald, kr. 20,000 fyrir veturinn –  sjá gjaldskrá skólans hér á vefsíðunni. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða hins vegar ekki kórgjaldið.

Stjórnandi og kennari kórsins er Birta Rós Sigurjónsdóttir.

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 7. september n.k. Sótt er um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2 eða í síma 420-1400 frá kl. 13-17.

1.-Barnakór-TR (1)

Skóladagatal og upphaf vetrar

Skóladagatal fyrir veturinn 2016-2017 er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér að ofan undir „Skólinn og námsumhverfið“.

Kennsla á hljóðfæri og í söng hefst fimmtudaginn 25. ágúst og kennsla í tónfræðigreinum fimmtudaginn 1. september. Umsjónarkennarar munu hafa samband við sína nemendur á starfsdögum, frá 18. – 24. ágúst, og úthluta tímum í hljóðfærakennslu og hóptímum.
Hljómsveitastarf hefst strax í upphafi kennslu, en það er þó aðeins mismunandi eftir deildum. Hljómsveitastjórar munu hafa samband vegna þess.

Skólalok

Síðasti kennsludagur vetrarins er föstudagurinn 20. maí. Skólaslit fara fram þann 26. maí kl.18 í Stapa. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði, nemendur sem luku áfangaprófum fá prófskírteini sín og verða Hvatningaverðlaun skólans og Íslandsbanka veitt. Allir nemendur skólans eiga að mæta og taka við vitnisburðarskjölum frá sínum kennurum.

Vortónleikar strengjasveita TR

Í dag kl.17 halda allar strengjasveitir skólans vortónleika sína. Sveitirnar eru samtals þrjár og eru undir stjórn Þórunnar Harðardóttur og Unnar Pálsdóttur. Tónleikarnir eru í Bergi og eru allir velkomnir!

IMG_0815