Skóladagatal og upphaf vetrar

Skóladagatal fyrir veturinn 2016-2017 er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér að ofan undir „Skólinn og námsumhverfið“.

Kennsla á hljóðfæri og í söng hefst fimmtudaginn 25. ágúst og kennsla í tónfræðigreinum fimmtudaginn 1. september. Umsjónarkennarar munu hafa samband við sína nemendur á starfsdögum, frá 18. – 24. ágúst, og úthluta tímum í hljóðfærakennslu og hóptímum.
Hljómsveitastarf hefst strax í upphafi kennslu, en það er þó aðeins mismunandi eftir deildum. Hljómsveitastjórar munu hafa samband vegna þess.

Skólalok

Síðasti kennsludagur vetrarins er föstudagurinn 20. maí. Skólaslit fara fram þann 26. maí kl.18 í Stapa. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði, nemendur sem luku áfangaprófum fá prófskírteini sín og verða Hvatningaverðlaun skólans og Íslandsbanka veitt. Allir nemendur skólans eiga að mæta og taka við vitnisburðarskjölum frá sínum kennurum.

Vortónleikar strengjasveita TR

Í dag kl.17 halda allar strengjasveitir skólans vortónleika sína. Sveitirnar eru samtals þrjár og eru undir stjórn Þórunnar Harðardóttur og Unnar Pálsdóttur. Tónleikarnir eru í Bergi og eru allir velkomnir!

IMG_0815

Umsóknir nýnema

Umsóknir nýrra nemenda um skólavist næsta skólaár eru hér á vef skólans, undir hnappnum „Nýjar umsóknir“

Einnig er hægt að sækja um á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is undir hnappnum „Tónlistarskóli Reykjanesbæjar-Nýjar umsóknir“.

Þetta tekur gildi miðvikudaginn 20. apríl.

Sömuleiðis er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöð sem liggja frammi á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2.

Ánægjuleg úrslit í Ísland Got Talent

Jóhanna Ruth Luna Josi, söngnemandi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sigraði með glæsibrag í Ísland Got Talent.
Í úrslitakeppninni söng Jóhanna lagið „Simply the best“ sem Tina Turner gerði frægt á sínum tíma.
Flutningur Jóhönnu á laginu var sérlega glæsilegur.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar óskar Jóhönnu Ruth innilega til hamingju með sigurinn.

ffff