Eftir helgi hefst hjá okkur páskafrí og sjáumst við aftur hress og kát miðvikudaginn 12. apríl. Við óskum nemendum okkar og öllum hinum gleðilegra páska!
Month: mars 2023
Stórtónleikar Forskóla 2
Fimmtudaginn 16. mars blæs Forskóli 2 til stórtónleika og fær með sér í lið rokksveit og elstu lúðrasveit skólans. Tónleikarnir eru tvennir og eru í Stapa.
Í Forskóla 2 eru allir nemendur 2. bekkjar í Reykjanesbæ, þau hafa æft af kappi vænlega efnisskrá í allan vetur undir handleiðslu kennara frá Tónlistarskólanum.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.17 og koma þar fram nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Stapaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18 og koma þar fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.
Tónleikarnir henta öllum aldurshópum og er aðgangseyrir enginn.
Sálumessa Verdi
Miðvikudaginn 22. febrúar fara fram stórtónleikar í Stapa. Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar flytja Requiem (Sálumessu) eftir Verdi. Hægt er að næla sér í miða á tix.is hér
Á tónleikunum verður verkið flutt af 35 manna sinfóníuhljómsveit, 60 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda, tónlistarkennara, þjálfaðra áhugasöngvara og fjórum einsöngvurum. Stapi í Hljómahöll er glæsilegur tónleikasalur með stórt svið, um 400 sæti í sal og á svölum og hljómburður er sérlega góður.
Einsöngvarar eru:
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Guja Sandholt, mezzosópran
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenor
Keith Reed, bassi
Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson og konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir.