Tónlistarskóli Reykjanesbæjar verður 20 ára haustið 2019 og af því tilefni ætlar skólinn að setja upp söngleikinn Fiðlarann á þakinu í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp.
Um er að ræða all stóra uppfærslu, en hlutverkin eru 22, auk hljómsveitar og kórs, sem hefur jafnframt hlutverk dansara.
Haldinn verður prufusöngur fyrir hlutverk og einnig fyrir kórmeðlimi,mánudaginn 1. október kl.17-18 í Bergi, Hljómahöll.
Þeir sem ætla í prufusöng, þurfa að mæta með 1 lag og undirleik á nótum fyrir píanó eða undirspil í síma eða öðru slíku.
Athugið að prufusöngurinn er opinn öllum nemendum skólans sem og prufusöngur fyrir kórinn.
Fiðlarinn á þakinu er einn þekktasti söngleikur allra tíma og hefur farið sigurför um heiminn frá því hann frumfluttur árið 1964.
Hann byggir á bókinni „Tevje og dætur hans“ eftir Sholem Aleichem. Tónlistin var gerð fyrir Broadway en í henni gætir áhrifa klezmertónlistar gyðinga.
Í Fiðlaranum eru þekkt lög eins og t.d. „Ef ég væri ríkur“ og „Sól rís, sól sest“.
Sagan gerist í Rússlandi í upphafi 20. aldar á tímum rússneska keisarans. Tevje og fjölskylda hans eru gyðingar en fjölskylduföðurnum þykir dæturnar full frjálslegar í trúnni og ekki vanda val sitt á eiginmönnum.
Hann óttast að gyðinglegur uppruni fjölskyldunnar muni þynnast út með tíð og tíma. Ekki bætir úr skák þegar keisarinn tekur að hrekja gyðinga burt úr þorpum sínum