Hljóðfæraleiga

Hljóðfæraleiga og ábyrgð leigjenda

Skólinn á nokkurt safn strengja- og blásturshljóðfæra sem nemendur geta fengið leigð fyrstu námsárin, auk sílófóna fyrir slagverksnemendur. Skólinn mælist þó til þess að nemendur eignist eigin hljóðfæri eins fljótt og verða má, því viðhorf þeirra til námsins breytist mikið þegar leikið er á eigið hljóðfæri.
Leigjendur hljóðfæra bera alfarið ábyrgð á skemmdum sem verða á lánstímanum, sem og bilunum sem rekja má til notkunar eða meðferðar nemandans og skuldbinda sig til að greiða allan kostnað því samfara.

Sjá nánar á umsóknareyðublaði skólans, en afrit af því ætti að vera til á heimili nemenda.
Undirritun umsóknar í skólann er jafngildi undirritun leigusamnings þeirra sem þurfa á hljóðfæri að halda frá skólanum. Fjallað er um meðferð hljóðfæra í eigu skólans undir hlekknum Skólareglur.

Fyrir eitt skólaár er leigugjaldið kr. 13,145 fyrir hvert hljóðfæri. Reykjanesbær innheimtir gjaldið með gíróseðli.