Miðvikudaginn 22. febrúar fara fram stórtónleikar í Stapa. Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar flytja Requiem (Sálumessu) eftir Verdi. Hægt er að næla sér í miða á tix.is hér
Á tónleikunum verður verkið flutt af 35 manna sinfóníuhljómsveit, 60 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda, tónlistarkennara, þjálfaðra áhugasöngvara og fjórum einsöngvurum. Stapi í Hljómahöll er glæsilegur tónleikasalur með stórt svið, um 400 sæti í sal og á svölum og hljómburður er sérlega góður.
Einsöngvarar eru:
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Guja Sandholt, mezzosópran
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenor
Keith Reed, bassi
Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson og konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir.