Hóptímar á ný

Búið er að auka svigrúm í starfsemi tónlistarskólanna sem gerir það að verkum að við getum á ný boðið upp á alla okkar hóptíma innan skólans. Hópkennarar munu hafa samband við sína nemendur um næstu skref. Grímuskylda á við um nemendur í 8. bekk og eldri ef ekki er hægt að tryggja 2m fjarlægð við næsta mann. Munum svo að spritta fyrir hverja kennslustund. Hlökkum til að sjá ykkur í húsinu!

Skólastarf 18. nóv – 2. des

Miðað við nýja reglugerð þá verður engin breyting á starfsemi Tónlistarskólans frá 18. nóv – 2. des.

-Einkatímar eru á sínum stað, bæði innan grunnskólanna og í Tónlistarskólanum
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf og allt tónleikahald liggur niðri enn um sinn.
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.

Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!

Hvatagreiðslur

Nemendur á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ og hvetjum við forráðamenn að nýta sér það. Hvert barn á rétt á niðurgreiðslu allt að 35.000kr. og er greitt út 10. hvers mánaðar. Aðeins tvær greiðslur eru eftir á þessu ári áður en inneignin verður niðurfelld um áramót. 
Allar helstu upplýsingar er að finna hér

 

 

Starfsemi Tónlistarskólans 3. – 17. nóv

Kennsla tónlistarskólans í grunnskólum Reykjanesbæjar
-Forskólakennsla verður í öllum grunnskólunum nema Stapaskóla
-Hljóðfærakennsla getur farið fram í grunnskólunum. Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur ef breyta þarf tímum vegna breyttrar viðveru nemenda í 5. – 7. bekk.
-Grímuskylda gildir fyrir kennara tónlistarskóla sem fara inn í grunnskóla í hljóðfærakennslu.
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
 
Kennsla í Tónlistarskólanum í Hljómahöll
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf, allt tónleikahald og Suzuki-hóptímar liggur niðri enn um sinn.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.
 
Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!

Mánudagurinn 2. nóvember

Kæru nemendur og forráðamenn.

Vegna hertra sóttvarnareglna sem fela í sér breytingar innan í grunnskólanna, verða ekki hljóðfæratímar í grunnskólunum né forskóli á morgun, mánudaginn 2. nóvember.
Við munum senda ykkur póst á morgun um framhaldið, þegar við höfum fengið ítarlegri upplýsingar.

Öll önnur kennsla Tónlistarskólans helst óbreytt, þ.e. Kjarni og allar aðrar tónfræðagreinar í fjarkennslu, hljóðfærakennsla sem fram fer hér í Tónlistarskólanum, rytmísk deild og söngdeild.

Samspil og hljómsveitastarf liggur niðri enn um sinn.