Skólaslit 2024


Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 31. maí kl.18.00.

Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði.

Allir velkomnir.

Skólastjóri

Framhaldsprófs Tónleikar!

Núna á laugardaginn, 25. maí 2024 verða tvennir framhaldsprófstónleikar frá Tónlistarskólanum í Reykjanesbæ, en þeir eru hluti af framhaldsprófi nemenda. Báðir tónleikarnir verða í Bergi, sal Tónlistarskólans. 

 Klukkan 14:00 verða tónleikar Emilíu Söru Ingvadóttur, klarínett og með henni leika Mariia Ishchenko á píanó, Arnar Geir Halldórsson á selló og Sara Cvjetkovic á píanó. 



 Klukkan 16:00 verður Eygló Ósk Pálsdóttir, klarínett með sína tónleika og með henni leika Mariia Ishchenko á píanó, Jakob Piotr Grybos á píanó og Rozalia Miethus á fiðlu. 

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir og gengið inn um inngang Tónlistarskólans.

Emilía Sara Ingvadóttir
Eygló Ósk Pálsdóttir