Fræðsluráð Reykjanesbæjar afhenti Hvatningarverðlaun fræðsluráðs miðvikudaginn 26. ágúst en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hlaut 2 tilnefningar til verðlaunanna. Aðra fyrir uppsetningu á óperunni „Brúðkaup Fígarós“ eftir W.A. Mozart, sem skólinn setti upp s.l. vor í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp og hina fyrir starfsemi Bjöllukórs skólans. Tónlistarskólinn hlaut svo sjálf Hvatningarverðlaunin fyrir starfsemi Bjöllukórsins undir stjórn Karenar Sturlaugsson. Tilnefningarnar og Hvatningarverðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir skólann, bæði starfsfólk og nemendur og það sem hann stendur fyrir.
Month: ágúst 2015
Upphaf skólaársins
Kennarar Tónlistarskólans mæta galvaskir til vinnu eftir sumarfrí föstudaginn 21. ágúst. Þá hefst undirbúningsvinna fyrir veturinn og stundaskráargerð. Foreldrar og forráðamenn mega búast við því að fá símtal frá umsjónarkennara sinna barna um miðja næstu viku þar sem nemendum er úthlutað sínum hljóðfæra- og hópkennslutímum.
Framhaldsskólanemendur eru hvattir til þess að koma með stundaskrá sína á skrifstofu skólans til að auðvelda sínum kennara skipulag stundatöflu sinna nemenda.
Föstudaginn 28. ágúst hefst hljóðfærakennsla og hljómsveitarstarf samkvæmt stundaskrá og mánudaginn 7. sept hefst kennsla í tónfræðagreinum.