Jólatónleikar Tónlistarskólans

Laugardaginn 5. desember hefst formlega jólatónleikavertíð Tónlistarskólans. Alls fara fram 25 tónleikar þar sem allir nemendur skólans koma fram, annaðhvort einir eða í samspili. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um tónleikana í nýútgefnu fréttabréfi skólans, Tónvísir, og hér á heimasíðunni undir flipanum „Viðburðir“.

Allir eru velkomnir á alla þessa tónleika og auðvitað er aðgangseyrir enginn!