Stórskemmtilegir kvikmyndatónleikar lúðrasveitanna fóru fram síðasta miðvikudag. Fullt var útúr dyrum og skemmtu áhorfendur sér mjög vel, ungir sem aldnir. Allar lúðrasveitir skólans spiluðu kvikmyndatónlist frá öllum tímum kvikmyndasögunnar meðan myndbrot rúlluðu á tjaldi. Mátti m.a. heyra lög úr Hringjaranum í Notre Dame, Batman, Frozen, Midway og Latabæ.
Month: febrúar 2015
Klarinett kynning
Klarinett kennararnir Kristín Þóra og Geirþrúður stóðu fyrir alsherjar klarinett kynningu um daginn fyrir nemendur deildarinnar. Innan klarinett fjölskyldunnar eru fjöldamörg ólík hljóðfæri og voru nemendurnir hæstánægðir að fá kynninguna.
Kvikmyndatónleikar lúðrasveitanna
Kvikmyndatónleikar Lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll miðvikudaginn 25. febrúar kl.19. Á tónleikunum koma fram yngsta, mið og elsta lúðrasveit skólans.
Það kemmir ýmissa grasa í efnisskrá tónleikanna, en þó einkennast þeir af kvikmyndatónlist sem er þema tónleikanna. Jafnframt verða sýnd myndskeið úr miðkomandi myndum. Sem dæmi þá verður leikin tónlist úr kvikmyndunum Latibær, Frozen, Hringjarinn frá Notre Dame og The Incredibles.
Stjórnendur lúðrasveitanna eru Karen J. Sturlaugsson, Björgvin Ragnar Hjálmarsson, Harpa Jóhannsdóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir.
Búast má við skemmtilegri stemningu og líflegum tónleikum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti!
Myndir frá tónfundi 16. febrúar 2015
Stórskemmtilegur tónfundur fór fram síðasta mánudag og hér að neðan eru myndir af öllum þeim nemendum sem komu fram
Engin kennsla á Öskudag
Engin kennsla fer fram á Öskudaginn miðvikudaginn 18. febrúar í Tónlistarskólanum, hvorki hópkennsla né einkakennsla. Þennan dag nýta kennarar til endurmenntunar og því fjarri góðu gamni en óska nemendum skólans góðrar skemmtunar á Öskudaginn!
Tónfundir vorannar 2015
í dag, mánudaginn 16. febrúar, fer fram fyrsti tónfundur ársins 2015. Tónfundir eru hugsaðir sem æfing fyrir nemendur í því að koma fram og spila fyrir sal af áheyrendum og er það stór partur af námi þeirra í skólanum. Á almennum tónfundi kappkostum við að hafa hann sem fjölbreyttastann þar sem nemendur og aðrir áheyrendur geta hlustað á margvísleg hljóðfæri frá nemendum á öllum námsstigum. Á tónfundi dagsins koma m.a. fram nemendur á klarinett, básúnu, píanó og flautu. Allir tónfundir skólans fara fram í salnum Berg og hefjast kl.17:30, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir!
Aðrir tóndundir annarinnar fara fram eftirfarandi daga í Bergi kl.17:30
mánudaginn 2. mars
þriðjudaginn 3. mars
miðvikudaginn 4. mars
fimmtudaginn 5. mars
föstudaginn 13. mars
mánudaginn 16. mars
þriðjudaginn 17. mars
miðvikudaginn 22. apríl
Foreldravika í Tónlistarskólanum
Vikuna 9. – 13. febrúar verða umsjónakennarar með foreldraviðtöl fyrir nemendur yngri en 18 ára. Tilgangur viðtalanna er að gefa foreldrum kost á að ræða í ró og næði við hljóðfærakennara barns síns um allt sem það er að gera í Tónlistarskólanum. Áætlaður viðtalstími vegna hvers nemanda er 15 mínútur. Kennsla á ekki að þurfa að raskast vegna viðtalsins, þar sem viðtölin fara fram utan kennslutíma kennara.