Skólaslit 2017

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, þriðjudaginn 30. maí kl. 18.00. Það hefur ávallt verið fjölmenni við skólaslit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og nú sem endranær eru allir velkomnir. Á skólaslitunum verða að venju afhent prófskírteini og aðrar einkunnir, Íslandsbanki mun veita nemanda hin árlegu „Hvatningarverðlaun“ bankans og falleg tónlist verður flutt. Athöfnin tekur u.þ.b eina klukkustund. 

 

Tónleikar tileinkaðir Hafliða Hallgrímssyni

Laugardaginn13. maí mun Hljómborðsdeild skólans og Slagharpan standa fyrir tónleikum tileinkuðum Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi og myndlistarmanni.
Tónleikarnir verða í Bíósal Duus-húsa, þar sem sýning á myndverkum Hafliða stendur nú yfir, og hefjast kl.14.00.
Flutt verða m.a. lög úr píanóbókinni „Scenes of Poland“ eftir Hafliða (Hallgrímsson).

Allir velkomnir.

Framhalds- og burtfarartónleikar

Guðbjörg Guðmundsdóttir, mezzosópran, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika sína í Bergi, Hljómahöll, sunnudaginn 14. maí kl.16.00. Meðleikari á píanó er Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.