Ísland – Finnland

Ekki fótboltaleikur heldur tónleikar!

Strengjasveit skipuð nemendum frá bænum Valkeakosky í Finnlandi heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll, ásamt strengjanemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tónleikarnir verða laugardaginn 27. apríl og hefjast kl. 15.
Finnsku gestirnir flytja sérstaka efnisskrá og síðan leika hóparnir þrír saman. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.