Nú eru Ársprófin hafin fyrir nemendur í hljóðfæranám og söng. Prófin standa yfir frá og með deginum í, fimmtudaginn 18. apríl til og með miðvikudeginum 24. apríl. Allir nemendur eiga að vera komnir með prófdag, próftíma og staðsetningu.
Þessa daga fellur kennsla niður í hljóðfæradeildum og söngdeild. Í einstaka tilfellum gætu þó nemendur átt að mæta í tíma, en þá hefur kennari tekið það sérstaklega fram.
Athugið að kennsla í tónfræðagreinum, samspili og hljómsveitum fellur EKKI niður.