Um námið og fyrirkomulag prófa

Almennt um próf.  

Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla og greinanámskrám hennar. Skólinn er jafnframt aðili að Prófanefnd tónlistarskóla sem starfar samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár. Við skólann eru því tekin próf samkvæmt reglum Prófanefndar. Sjá hér að neðan.

Um próf í hljóðfæra- og söngnámi.

Hljóðfæra- og söngnámi í tónlistarskóla er skipt niður í þrjá námsáfanga:                        Grunnnám, miðnám og framhaldsnám.   Við lok hvers námsáfanga eru tekin áfangapróf: Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf.  Framhaldsprófið er undanfari háskólanáms í tónlist og jafnframt burtfararpróf frá skólanum.

Áfangaprófin eru metin af sérþjálfuðum prófdómurum á vegum Prófanefndar tónlistarskóla. Til þess að áfangapróf séu fullgild, þurfa nemendur að ljúka viðeigandi námi í tónfræðagreinum á sama skólaári eða að hafa lokið því áður.

Nokkur námsár geta liðið á milli áfangaprófanna, þar sem nemendur þurfa að hafa náð ákveðinni færni í tækni og túlkun tónverka og ákveðin námsefnisyfirferð þarf að vera að baki.

Þeir nemendur sem ekki taka áfangapróf að vori, þurfa að taka skólapróf, svokölluð árspróf. Ársprófin innihalda alla þá sömu prófliði og áfangaprófin, en færri atriði af hverjum próflið og eru þau því smækkuð mynd af áfangaprófunum. Með því að taka árspróf árlega þau námsár sem líða á milli áfangaprófa,  þjálfast nemendur í prófformi áfangaprófanna og ættu því að vera betur undirbúnir fyrir þau.

Nám í rafgítar, rafbassa, rytmísku píanói og á trommur tilheyra rytmísku deild skólans. Próf á þau hljóðfæri eru samkvæmt nýrri námskrá fyrir rytmískt nám. Þar eru námsáfangarnir sömuleiðis þrír: Grunnnám, miðnám og framhaldsnám og lýkur hverjum áfanga með áfangaprófum: grunn-, mið- og framhaldsprófi. Framhaldsprófið er undanfari háskólanáms í tónlist og jafnframt burtfararpróf frá skólanum.

Áfangaprófin eru metin af sérþjálfuðum prófdómurum á vegum Prófanefndar tónlistarskóla.

Þeir nemendur rytmískrar deildar sem ekki taka áfangapróf að vori, þurfa að taka skólapróf, svokölluð árspróf. Ársprófin innihalda sömu prófliði og áfangaprófin en færri atriði af hverjum og eru þau því smækkuð mynd af áfangaprófunum. Með því að taka árspróf árlega þau námsár sem líða á milli áfangaprófa, þjálfast nemendur í prófformi áfangaprófanna og ættu því að vera betur í stakk búnir fyrir þau.

Um nám og próf í tónfræðagreinum.    

Í aðalnámskrá tónlistarskóla eru fleirtöluorðin tónfræði og tónfræðagreinar notuð sem samheiti yfir ýmsar greinar, svo sem tónfræði, tónheyrn hljómfræði og tónlistarsögu.

Sjá almenna umfjöllun um tónfræðagreinar annars staðar á vefsíðunni.

Kjarni:  Grunn- og Miðnám yngri nemenda:    

Námið tekur 6 ár. Kennt er tónfræðiefnið Tónfræði I-III og tilheyrandi tónheyrnarefni.

  • Kjarni 1. Lýkur með Vorprófi
  • Kjarni 2. Lýkur með Vorprófi
  • Kjarni 3. Lýkur með Grunnprófi í tónfræðagreinum
  • Kjarni 4. Lýkur með Vorprófi
  • Kjarni 5. Lýkur með Vorprófi
  • Kjarni 6. Lýkur með samræmdu Miðprófi í tónfræðagreinum. Þetta próf er jafnframt lokapróf í tónfræði.

Til að færast upp um bekk í Kjarna, þarf að ljúka prófi með að lágmarki 6,0 í einkunn. Stöðupróf í Kjarna eru tekin um mánaðamót nóvember/desember.

Kjarni:  Grunn- og Miðnám eldri nemenda.    

Námið tekur 4 ár. Kennt er tónfræðiefnið Tónfræði I-II og tilheyrandi tónheyrnarefni.

Kjarni I/II – Grunnnám:   Tónfræði I ásamt tónheyrnarverkefnum.  Lýkur með vorprófi.

Kjarni II/III – Grunnnám:  Tónfræði I-II ásamt tónheyrnarverkefnum.  Lýkur með Grunnprófi.

Kjarni IV/V – Miðnám: Tónfræði I-III ásamt tónheyrnarverkefnum.  Lýkur með vorprófi

Kjarni VI – Miðnám:  Tónfræði III ásamt tónheyrnarverkefnum.    Lýkur með samræmdu Miðprófi. Þetta próf er jafnframt lokapróf í tónfræðagreinum grunn- og miðnáms.

Tónfræðagreinar að loknu tónfræðinámi (Kjarna):

Tónheyrn 2  ár.

TÓH I

  • 1. hluti. Áfangi 101 til eininga í framhaldsskóla.
  • 2. hluti. Áfangi 201 til eininga í framhaldsskóla

TÓH II

  • 3. hluti. Áfangi 301 til eininga í framhaldsskóla
  • 4. hluti. Áfangi 401 til eininga í framhaldsskóla

Tveir áfangar kenndir á vetri. Lokapróf úr hverjum áfanga tekin í annarlok. Til að færast upp um áfanga, þarf að ljúka prófi úr áfanganum á undan með að lágmargi einkunnina 6,0.

Hljómfræði, 2 ár.

HFR I

  • 1. hluti. Áfangi 101 til eininga í framhaldsskóla.
  • 2. hluti. Áfangi 201 til eininga í framhaldsskóla

HFR II

  • 3. hluti. Áfangi 301 til eininga í framhaldsskóla
  • 4. hluti. Áfangi 401 til eininga í framhaldsskóla

Tveir áfangar kenndir á vetri. Lokapróf úr hverjum áfanga tekin við annarlok. Til að færast upp um áfanga, þarf að ljúka prófi úr áfanganum á undan með að lágmarki einkunnina 6,0

Tónlistarsaga,  2 ár.

  • TÓS I. Áfangi 101 til eininga í framhaldsskóla. Yfirferð: Frá upphafi að árinu 1600
  • TÓS II. Áfangi 201 til eininga í framhaldsskóla. Yfirferð: Barrokk tímabilið 1600-1750
  • TÓS III. Áfangi 301 til eininga í framhaldsskóla. Yfirferð: Klassíska tímabilið 1750-1820
  • TÓS IV. Áfangi 401 til eininga í framhaldsskóla. Yfirferð: Rómantíska tímabilið 1820-1900
  • TÓS V.  Áfangi 501 til eininga í framhaldsskóla. Yfirferð: 20. öldin
  • TÓS VI. Áfangi 601 til eininga í framhaldsskóla. Yfirferð: Íslensk tónlist

Tveir áfangar kenndir á vetri. Lokapróf úr hverjum áfanga tekin í annarlok.  Annarskipti eru um miðjað janúar.   Að auki er skylda að sækja 1 tónleika á önn, valdir af kennara, og skila verkefnum þeim tengdum.   Til að færast upp um áfanga, þarf að ljúka prófi úr áfanganum á undan með að lágmarki einkunnina 6,0

Tónver, 1 ár. Vinnsla tónlistar á tölvur.

Sjá umfjöllun um Tónver hér á vefsíðunni.  Námsmat fer fram með mati á verkefnum og virkni nemenda í náminu.