Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 18. ágúst og er opin alla virka daga frá kl.9-17.
Þau sem hafa fengið inngöngu í nám fengu staðfestingu á skólavist í júní sl. Aðrir fara sjálfkrafa á biðlista.
Kennsla í hljóðfæragreinum og söng hefst miðvikudaginn 26. ágúst.
Kennsla í tónfræðagreinum hefst mánudaginn 31. ágúst
Lúðra-, strengja- og gítarsveitaæfingar hefjast mánudaginn 31. ágúst
Önnur samspil og hóptímar hefjast eins fljótt og auðið er, kennarar láta sína nemendur vita.
Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur varðandi tímasetningar allra einka- og hóptíma.