Starfsdagar 8. og 9. september

Kæru nemendur og forráðamenn

Dagarnir 8. og 9. september n.k. verða starfsdagar hjá kennurum og stjórnendum tónlistarskólans. Þessa daga verður haldin stór ráðstefna í Hörpu um tónlistarkennslu, námsleiðir, stefnur og skólastarf í tónlistarskólum í víðu samhengi og munum við öll taka þátt í ráðstefnunni og þar með er engin kennsla þessa daga.

Ráðstefnan ber heitið “Tónlist er fyrir alla”.

Ráðstefna sem þessi hefur aldrei verið haldin áður hérlendis og í efnistökum og áherslum hennar felst mikil starfsþróun og endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur.