Samskipti

Fréttabréf

Skólinn gefur út fréttabréf nokkrum sinnum yfir skólaárið og er það sent öllum nemendum skólans, fræðsluyfirvöldum Reykjanesbæjar og fleir aðilum. Það er mikilvægt að nemendur og foreldrar lesi fréttabréfið vel og hafi það uppi við svo hægt sé að líta í það ef þörf er á.

Foreldradagar

Foreldradagar (foreldravika) eru haldnir tvisvar yfir skólaárið, í október og febrúar. Þá eru foreldrar hvers nemanda boðaðir í 15 mínútna einkaviðtal til hljóðfærakennarans/söngkennarans, en sá kennari er jafnframt umsjónarkennari nemandans. Í þessum viðtölum gefst foreldrum og kennurum tækifæri til beinna samskipta og umræðna um námið. Umsjónarkennarinn veitir jafnframt upplýsingar um nám nemandans í öðrum greinum tónlistarnámsins, svo sem í tónfræðagreinum og hljómsveitastarfi.