Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir tvennum söngnámskeiðum haustið 2017. Það fyrra ætlað fólki frá 15 ára og eldra sem hefur gaman af því að syngja og svo sérstakt námskeið fyrir fólk í kór.
Bæði námskeið eru kennd í Tónlistarskólanum í Hljómahöll og sótt er um á skrifstofu skólans.
Byrjendanámskeið fyrir 15 ára og eldri
Þriggja vikna námskeið þar sem farið verður yfir grunntækni í söng. Kennt verður bæði í einka- og hóptímum á léttan og skemmtilegan hátt.
Þetta námskeið hentar vel öllum þeim sem hafa gaman af því að syngja og vilja vita meira og afla sér betri tækni við sönginn.
Tímabil – 13. sept – 4. okt 2017
Verð – 15.000kr.
Kennari – Jóhann Smári Sævarsson
Söngnámskeið fyrir kórafólk
Um er að ræða mjög praktísk námskeið fyrir fólk sem nú þegar er í kór en vill bæta sig raddlega og í nótnalestri. Námskeiðið er jafnframt ætlað þeim sem hafa enga reynslu af kórsöng en langar að byrja í kór.
Fyrirkomulag kennslu er þannig að hver nemandi fær vikulega eina 45 mínútna kennslustund í einkatíma og eina 60 mínútna kennslustund í litlum hópi.
Kennd verða undirstöðuatriði í öndun, líkamsstöðu og raddbeitingu/söngtækni auk undirstöðuatriða í nótnalestri.
Samsöngur sem liður í tónheyrnarþjálfun og til að undirbúa námskeiðslok.
Undir lok námskeiðsins fá þeir nemendur undirleik, sem kjósa það að koma fram á lokatónleikum.
Námskeiðslok:
Námskeiðinu lýkur með tónleikum, þar sem þeir sem treysta sér til, koma fram og syngja. Allir syngja svo saman sem kór sem lokaatriði tónleikanna.
Tímabil – 9. okt – 11. nóv 2017
Verð – 25.000kr.
Kennari – Jóhann Smári Sævarsson