Barnakór – Opið fyrir nýjar umsóknir

Barnakór Tónlistarskólans er ætlaður börnum á aldrinum 9-12 ára (4. til 7. bekk), bæði nemendum Tónlistarskólans sem og öðrum börnum búsettum í Reykjanesbæ. Kórinn mun æfa á þriðjudögum kl. 17-18 og á föstudögum frá kl.14.30-15.30 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2. Nýjir umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn verður staðfest. Raddprófun fer fram í Tónlistarskólanum föstudaginn 9. september kl.14.30.

Börn sem ekki eru nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ber að greiða kórgjald, kr. 20,000 fyrir veturinn –  sjá gjaldskrá skólans hér á vefsíðunni. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða hins vegar ekki kórgjaldið.

Stjórnandi og kennari kórsins er Birta Rós Sigurjónsdóttir.

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 7. september n.k. Sótt er um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2 eða í síma 420-1400 frá kl. 13-17.

1.-Barnakór-TR (1)

Skóladagatal og upphaf vetrar

Skóladagatal fyrir veturinn 2016-2017 er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér að ofan undir „Skólinn og námsumhverfið“.

Kennsla á hljóðfæri og í söng hefst fimmtudaginn 25. ágúst og kennsla í tónfræðigreinum fimmtudaginn 1. september. Umsjónarkennarar munu hafa samband við sína nemendur á starfsdögum, frá 18. – 24. ágúst, og úthluta tímum í hljóðfærakennslu og hóptímum.
Hljómsveitastarf hefst strax í upphafi kennslu, en það er þó aðeins mismunandi eftir deildum. Hljómsveitastjórar munu hafa samband vegna þess.