Öllu hópastarfi hefur verið slegið á frest frá og með miðvikudeginum 21. október, gildir í óákveðinn tíma. Þetta á við um alla tónfræðitíma, samspil, hljómsveitir og hóptíma innan söngdeildar. Tónfræðikennslan mun færast í fjarkennslu og vinna nú kennarar hörðum höndum að þeirri skipulagningu.
Öll hljóðfæra- og söngkennsla (einkakennsla) verður hins vegar eins og venjulega, út í grunnskólunum og hér í tónlistarskólanum.
Fjarkennsla frá og með mánudeginum 26. október, í óákveðinn tíma:
*Allur Kjarni. Kennarar: Gíslí, Elín og Jóna.
*Nótnalestur. Kennarar: Dagný og Kristinn.
*Tónheyrn, hljómfræði, jass-hljómfræði, tónlistarsaga. Kennarar: Magni, Eyþór og Gísli.
Fellur niður um óákveðinn tíma, frá og með miðvikudeginum 21. október:
*Allt hljómsveitastarf.
*Öll samspil.
*Kór söngdeildar.
*Opin söngdeild, klassísk.
*Opin söngdeild, rytmísk.
*Leiklist söngdeildar.
Grímuskylda fyrir alla fædda árið 2004 eða fyrr
Frá og með miðvikudeginum 21. október n.k. verður tekin upp grímuskylda hér í tónlistarskólanum.
*Nemendur eiga að vera með grímu á göngum/stigagöngum skólans, biðsvæðum og salernum.
*Nemendur eiga að vera með grímu í öllum kennslustundum þar sem hægt er að koma því við.
*Í þeim námsgreinum sem ekki er hægt að hafa grímu, skal hún tekin niður þegar nemandinn er kominn inn í kennslustofuna og sett upp aftur áður en gengið er út úr stofunni.
*Í þeim tilfellum sem ekki er hægt að hafa grímu í kennslustundum, skulu bæði kennari og nemandi gæta a.m.k. 2 metra fjarlægðar sbr. 5. gr. gildandi reglugerðar um takmörkun á skólastarfi.
*Fjarlægðartakmarkanir skulu vera í samræmi við gildandi geglugerð hverju sinni, þar til grímuskyldan verður afnumin.
Frekari upplýsingar um starfsemi skólans í heimsfaraldri er að finna undir hnappnum „COVID-19 og sóttvarnarreglur“ hér að ofan.