Dagur Tónlistarskólanna

ATH! – Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að hætta við fyrirhugaða dagsská í tilefni af Degi Tónlistarskólanna laugardaginn 17. febrúar.

Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins og standa fyrir gríðarlega fjölbreyttu og öflugu skólastarfi. Einn dagur á ári „Dagur tónlistarskólanna“ er tileinkaður þeim og efna skólarnir þá til ýmiskonar viðburða til að brjóta upp skólastarfið og vekja athygli á starfsemi sinni. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við nærsamfélagið.

Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert, sem að þessu sinni ber upp á þann 10. febrúar. Dagurinn verður haldinn hátíðlega laugardaginn 17. febrúar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan að venju með fjölbreyttri dagskrá í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2 sem hefst með opnun Kaffihúss Strengjadeildar kl.10.45 en ágóðinn rennur í ferðasjóð Strengjadeildar.  Nemendur Forskóla 2 fá hljóðfærakynningu og prufutíma á hljóðfæri frá kl.11-12 og á sama tíma verða „Ör-tónleikar“ á þremur tónleikastöðvum í skólanum. Tónfræðikeppnin Kontrapunktur hefst  kl.12 í tónleikasalnum Bergi og endar dagsskrá dagsins með tónleikum þar sem hljómsveitir kallast á á göngum skólans.

Dagsskrá:

10.45 Kaffihús Strengjadeildar opnar
11.00 -12.00 Hljóðfærakynningar og prufutímar fyrir nemendur Forskóla 2
                       Ör-tónleikar til skiptis á 3 tónleikastöðvum í skólanum
12.00-12.50 Tónfræðikeppnin Kontrapunktur í Bergi. Öllum velkomið að fylgjast með
12.50 „Hljómsveitir kallast á“. Strengja-/Gítarsveit og yngri Lúðrasveit „tala saman“

Tónver skólans starfrækir netsjónvarp á Facebooksíðu hans meðan á dagskránni stendur

Kaffihús Strengjadeildar verður opið frá 10.45-13.15
Ágóðinn rennur í ferðasjóð Strengjadeildar

Allir hjartanlega velkomnir