Tónfræðagreinar

Almennt um tónfræðagreinar

Í aðalnámskrá tónlistarskóla, greinanámskrá tónfræða (útg. 2005) eru fleirtöluorðin tónfræði og tónfræðagreinar notuð sem samheiti yfir ýmsar greinar, svo sem tónfræði, tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögu.

Í grunn- og miðnámi er um samþætt nám að ræða en í framhaldsnámi geta tónlistarskólar valið hvort tónfræðagreinar eru kenndar samþættar eða aðskildar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar kennir þær aðskildar.

Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla og greinanámskrám hennar. Hann er jafnframt aðili að Prófanefnd tónlistarskóla, sem starfar samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár. Próf í tónfræðagreinum við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru því samkvæmt reglum Prófanefndar. Sjá kaflann um próf.

Samkvæmt aðalnámskrá telst tölvunám tengt tónlist til tónfræðanáms, hvort heldur sem tölvan er notuð til tónsköpunar, nótnaritunar, sem tóngjafi eða til upptöku.

Sjá kaflann um Tónver.

Um tilhögun prófa í þessum greinum er fjallað í kaflanum um próf hér á vefsíðunni.

Tónfræðagreinar eru skildugreinar í þeim tónlistarskólum sem starfa samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla.