Umsóknir fyrir nýja nemendur

Umsóknir nýrra nemenda um skólavist skólaárið 2017-2018 eru hér á vef skólans, undir hnappnum „Nýjar umsóknir“ og einnig á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is undir hnappnum „Allar umsóknir“ – „Menntun og fræðsla“

Einnig er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu skólans að Hjallavegi 2.

Nemendur sem nú þegar stunda nám við skólann eru svo minntir á að endurnýja umsókn sína fyrir næsta ár með því að skila inn umsókn sem umsjónakennari hefur afhent.