Sjókonur og snillingar

Dagskrá þessara tveggja helga er svona:

Laugardagur 30. október.:
Kl. 09:50 Mæting í Tónlistarskólanum –  Æfing – Vinnustofur
Kl. 11:20 Nestispása (10 mín.). Nemendur þurfa að hafa með sér nesti.
Kl. 12:20 Æfingu lokið.

Ætlunin er að nemendur verði í dökkum fötum á sýningunni á sunnudeginum, 7. nóv.
Nemendur eru því beðnir um að mæta í þægilegum, dökkum fötum, ef þeir hafa möguleika á því, á þessum laugardegi til að sjá hvernig það kemur út.

Sunnudagur 31. október:
Kl. 10:50   Mæting í Tónlistarskólann.  Æfing í Stapa og rennsli.
Kl. 13:00   Æfingu lokið.

Laugardagur 6. nóvember:
Kl. 09:50  Mæting í Tónlistarskólann. Æfing í Stapa og rennsli.
Kl. 11:20  Nestispása (10 mín.). Nemendur þurfa að hafa með sér nesti.
Kl. 12:20  Æfingu lokið.

* Kl. 13:00  Hádegistónleikar í Bergi *
Ólöf Sigursveinsdóttir, sellóleikari úr ReykjavíkBarokk, spilar verk eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir sem verða um 20 mín. langir, eru ókeypis og öllum opnir og við hvetjum til þess að nemendur okkar mæti á þessa stuttu og snörpu tónleika með fallegri tónlist Bachs.
Gengið inn um Tónlistarskólann.

Sunnudagur 7. nóvember:
Kl. 10:50 Mæting í Tónlistarskólann. Æfing í Stapa og annar undirbúningur fyrir sýningu.
Kl. 13:00 Æfingu lokið.

* Kl. 14:00 Hádegistónleikar í Bergi *
ReykjavíkBarokk ásamt hljóðfæranemendum úr Tónlistarskólanum flytja tónlist eftir Maddalenu Sirmen og Elizabeth J. de la Guerre.
Tónleikarnir verða um 45 mín. langir og afar áhugaverðir. Sérstaklega vegna þess hversu lítið hefur verið leikið af tónlist þessara tónskálda og við hvetjum því til góðrar mætingar, bæði nemenda og annarra.
Tónleikarnir eru ókeypis og öllum opnir.
Gengið inn um Tónlistarskólann.

* Kl. 16:00 Sjókonur og snillingar – tónleikhús í Stapa *
Nemendur í Kjarna 1 ásamt ReykjavíkBarokk hópnum. Sýningin er ókeypis og öllum opin.
Gengið inn um aðalinngang Stapa.

ATH grímuskylda er fyrir alla gesti eldri en 15 ára.