Barnakór

Frá og með haustinu 2015 hefur verið starfræktur kór sem ætlaður er börnum á aldrinum 9-12 ára (í 4. til 7. bekk). Í kórstarfinu er lögð áhersla á raddþjálfun, leiklistaræfingar, framkomu og tónheyrnarþjálfun og að sjálfsögðu er kenndur fjöldinn allur af lögum sem sungin eru bæði einradda og í röddum.
Kórinn er ætlaður fyrir bæði nemendur Tónlistarskólans og önnur börn á þessum aldri sem búsett eru í Reykjanesbæ. Þau börn þurfa ekki að öðru leiti að vera nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en þeim ber að greiða kórgjald, kr. 10.000 fyrir önnina. Almennir nemendur Tónlistarskólans greiða hins vegar ekki kórgjaldið.

Æfingar, á skólavetrinum 2017-18, eru á mánudögum og fimmtudögum kl.16:00-17:00 í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2.
Sækja skal um á skrifstofu skólans. Umsækjendur verða teknir í raddprófun áður en inntaka í kórinn verður staðfest. Hámarksfjöldi í kórinn er 40 börn.

Kórstjóri og kennari er Birta Rós Sigurjónsdóttir.
Meðleikari á píanó er Jónína Einarsdóttir.