Lok og læs!

Kæru nemendur, forráðamenn og aðrir velunnarar

Vegna tilskipana frá sóttvörnum og ráðuneytum og í samráði við fræðsluyfirvöld Reykjanesbæjar, þá verður Tónlistarskólinn lokaður og þar af leiðandi engin kennsla á morgun fimmtudaginn 25.mars og föstudaginn 26.mars.

Eftir það tekur við páskafrí. Upplýsingar um hvaða skipulag tekur við eftir páskafrí koma síðar þegar ljóst er hvaða reglur gilda þá um skólahald.
Gleðilega páska!

Tónleikar í mars

Ásamt almennum nemendatónleikum þá eru allmargir stærri tónleikar á dagsskrá hjá okkur í mars.
Árlegu stórtónleikar Forskóla 2 og lúðrasveitar C fara fram fimmtudaginn 18. mars kl.17 og kl.18 í Stapa. Tónleikarnir verða áhorfendalausir en hægt að fylgjast með þeim á Youtube-rás skólans.

Söng- og hljómborðsdeild leiða saman hesta sína með tónleikum föstudaginn 19. mars kl.17:30 í Bergi.
Tónleikar framhaldsnemenda fara svo fram mánudaginn 22. mars og þriðjudaginn 23. mars, báðir byrja þeir kl.19:30 og eru í Bergi.
Þessum tónleikum verður streymt á Youtube-rás skólans hér