Nýliðnir tónfundir

Það sem af er skólaárinu hafa verið haldnir 3 tónfundir, dagana 16., 17. og 22. október s.l. Tónfundirnir, þar sem fram kom glæsilegur hópur nemenda, voru vel undirbúnir , skemmtilegir og mjög vel sóttir af áheyrendum.

Tónfundir eru mjög mikilvægur þáttur í tónlistarnáminu og eitt að því sem þeir stuðla að, er að vinna bug á svokölluðum „sviðsskrekk“. Því reglulegar sem nemendur koma fram á tónfundum og öðrum tónleikum, því auðveldar eiga þeir með að koma fram og spila fyrir aðra. Það er því mjög mikilvægt að aðstandendur nemenda styðji við bakið á sínu fólki og öðrum nemendum um leið, með því að mæta vel á tónleika skólans.

Stórsveit frá Álaborg í Danmörku

Stórsveit frá Sct. Mariae Skole í Álaborg í Danmörku, „Sct. Mariae Skoles Bigband“ kemur í heimsókn til okkar á sunnudaginn kemur, þann 14. október. Sveitin sem skipuð er 30 hljóðfæranemendum á aldrinum 17-20 ára, leikur við messu í Keflavíkurkirkju kl. 11 á sunnudaginn og heldur síðan tónleika með Léttsveitinni okkar kl. 16 í Stapa, Hljómahöllinni.

Á tónleikunum í Stapa munu Hljómsveitirnar leika sína efnisskrána hvor, en síðan munu þær frumflytja nýtt tónverk eftir danska tónskáldið Jesper Riis, sem hann skrifaði sérstaklega fyir þessar tvær stórsveitir með styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Verkið er eins konar syrpa af íslenskum og dönskum þjóðlögum.

Stjórnendur stórsveitanna eru Gert Norgaard og Karen J. Sturlaugsson.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill.

Tónfundinum frestað

Tónfundinum sem vera átti í dag í Bíósal kl.17.30 er frestað um viku vegna jarðarfarar Guðrúnar Rósu Guðmundsdóttur. Tónfundurinn verður þriðjudaginn 16. október kl.17.30 í Bíósal Duus-húsa.