Klassískar hljóðfæradeildir:
Grunnnám: Hljóðfæranám. Lágmarks viðmiðunaraldur til að hefja nám er 9 ára
Skyldugreinar:
- Kjarni 1-3 (samþættar tónfræðagreinar ásamt valþætti)
- Hljómsveitir/samspil (píanó, orgel, hljómborð undanskilin skyldu)
Miðnám: Hljóðfæranám. Undanfari er Grunnpróf
Skyldugreinar:
- Kjarni 4-6 (samþættar tónfræðagreinar ásamt valþætti). Lýkur með Miðprófi (KJA6)
- Hljómsveitir/samspil (píanó, orgel, hljómborð undanskilin skyldu)
Framhaldsnám: Hljóðfæranám. Undanfari er Miðpróf. Kjarna lokið með Miðprófi
Námi lýkur með framhaldsprófi og Burtfarartónleikum
Skyldugreinar:
- Tónheyrn I og II (2 ár)
- Hljómfræði I og II (2 ár)
- Tónlistarsaga I – IV (2 ár)
- Hljómsveitir/samspil (píanó, orgel, hljómborð undanskilin skyldu)
Val-áfangar í mið og framhaldsnámi:
- Tónver, vinnsla tónlistar á tölvu ásamt upptökutækni
- Tónlistarsaga, íslensk
- Tónsmíðar
ATH. að skylda er að taka einn val-áfanga meðan á námi stendur í framhaldsnámi.
Klassísk söngdeild:
Skilyrði til inntöku nýrra nemenda er að umsækjendur hafi staðist raddpróf .
Grunnnám: Einsöngsnám. Lágmarks viðmiðunaraldur til að hefja nám er um 16-18 ára.
Skyldugreinar:
- Kjarni 1-3 – Hraðferð (samþættar tónfræðagreinar ásamt valþætti)
- Opin söngdeild
- Leiklist
- Kór
Miðnám: Einsöngsnám. Undanfari er Grunnpróf.
Skyldugreinar:
- Kjarni 4-6 – Hraðferð (samþættar tónfræðagreinar ásamt valþætti)
- Opin söngdeild
- Leiklist
- Kór
Framhaldsnám: Einsöngsnám. Undanfari er Miðpróf. Kjarna lokið með Miðprófi
Námi lýkur með framhaldsprófi og Burtfarartónleikum
Skyldugreinar:
- Tónheyrn I og II (2 ár)
- Hljómfræði I og II (2 ár)
- Tónlistarsaga I – IV (2 ár)
- Opin söngdeild
- Leiklist
- Kór
Val-áfangar í mið- og framhaldsnámi:
- Píanó
- Tónver, vinnsla tónlistar á tölvu ásamt upptökutækni
- Tónlistarsaga, íslensk
- Tónsmíðar
ATH. að skylda er að taka einn val-áfanga meðan á námi stendur í framhaldsnámi
Rytmísk (jass/rokk) deild:
Grunnnám: Hljóðfæranám. Lágmarks viðmiðunaraldur til að hefja nám, u.þ.b. 10 ára
Skylda:
- Kjarni 1-3 (samþættar tónfræðagreinar ásamt valþætti)
- Hljómsveitir / samspil
Miðnám: Hljóðfæranám. Undanfari er Grunnpróf skv. rytmískri námskrá eða klassískri námskrá, eftir hljóðfærum.
Söngnám. Undanfari er Grunnpróf skv. almennri námskrá.
Skylda:
- Kjarni 4-6 (samþættar tónfræðagreinar ásamt valþætti)
- Jass-Kjarni (1 ár) (hljómfræði, tónheyrn og kynning á jass/rokk sögu)
- Hljómsveitir / samspil
Framhaldsnám: Hljóðfæranám. Undanfari er Miðpróf skv. rytmískri námskrá eða klassískri námskrá, eftir hljóðfærum.
Söngnám. Undanfari er Miðpróf skv. rytmískri eða almennri námskrá
Námi lýkur með Framhaldsprófi og Burtfarartónleikum
Skylda:
- Hljóðfæra- / söngtímar með undirleik
- Jass- tónheyrn: I og II – 2 ár
- Jass-hljómfræði: I og II – 2
- Jass- saga: 1
- Rokk-saga: 1
- Jass-útsetningar: 1
- Jass-snarstefjun (spuni) og hljómborðsfræði: 1
- Klassísk tónlistarsaga: 1 ár hraðferð í FÍH eða tekin í heild sinni í TR í klassískri deild
- Hljómsveitir / samspil
ATH: Sumir af ofangreindum skylduáföngum eru kenndir við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, aðrir eru kenndir við Tónlistarskóla FÍH.
Val-áfangar í mið og framhaldsnámi:
- Píanó
- Tónver, vinnsla tónlistar á tölvu
- Tónheyrn, klassísk
- Hljómfræði, klassísk
- Tónlistarsaga, íslensk
- Tónsmíðar
ATH. að skylda er að taka einn val-áfanga meðan á námi stendur í mið- og framhaldsnámi.