Stórtónleikar Forskóla 2

Fimmtudaginn 16. mars blæs Forskóli 2 til stórtónleika og fær með sér í lið rokksveit og elstu lúðrasveit skólans. Tónleikarnir eru tvennir og eru í Stapa. 
Í Forskóla 2 eru allir nemendur 2. bekkjar í Reykjanesbæ, þau hafa æft af kappi vænlega efnisskrá í allan vetur undir handleiðslu kennara frá Tónlistarskólanum.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.17 og koma þar fram nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Stapaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18 og koma þar fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.
Tónleikarnir henta öllum aldurshópum og er aðgangseyrir enginn.