Nemendur Tónlistarskólans í Ungsveit Sinfó


Við í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar erum heldur betur stolt af nemendum okkar, fyrrverandi og núverandi, sem eru að taka þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hvetjum alla til að mæta á tónleikana sem verða í Eldborgarsal Hörpu næstkomandi sunnudag 24. september kl. 17:00.

Fréttin hér fyrir neðan er úr nýjasta tölublaði Víkurfrétta.

Skólaslit og umsóknir

Skólaslit verða í Stapa fimmtudaginn 25. maí kl. 18:00.
Áfangaprófsskírteini verða afhent sem og vitnisburðarblöð vetrarins. Fulltrúi Íslandsbanka
mun tilkynna nýjan handhafa Hvatningarverðlauna bankans fyrir næsta skólaár og að
venju verður áhugaverður tónlistarflutningur. Öll hjartanlega velkomin.

Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2023-2024
Föstudagurinn 19. maí n.k. er lokadagur fyrir núverandi nemendur til að endurnýja
umsóknir sínar fyrir næsta skólaár. Eftir þann dag förum við að vinna úr
biðlistaumsóknum. Við biðjum því nemendur/forráðamenn um að virða þessa dagsetningu
svo skólavist verði trygg.
Umsóknarferli í nýjum gagnagrunni íslenskra tónlistarskóla er því miður ekki tilbúið.
Því biðjum við þá sem ætla að hætta námi að senda okkur tölvupóst um það.
Eins biðjum við þá sem þurfa að tilkynna einhverjar breytingar að senda okkur póst.
Að öðru leiti flytjast nemendur sjálfkrafa óbreytt á milli skólaára.
Póstfang skólans er : tonlistarskoli@tonrnb.is

Nýjar umsóknir fyrir næsta skólaár
Sótt skal um á vef skólans undir hnappnum „Nýjar umsóknir“
Það er alltaf opið fyrir nýjar umsóknir, en ef nemandi vill eiga möguleika á því að komast
að næsta skólaár, er mjög æskilegt að sótt sé um eigi síðar en föstudaginn 2. júní n.k. Eftir
þann dag verður unnið úr nýjum umsóknum. Þeir sem fá skólavist fá tilkynningu í
tölvupósti. Aðrar umsóknir fara á biðlista. Ekki verður haft samband við þá umsækjendur
sem fara á biðlista, en skrifstofan veitir nánari upplýsingar í síma 420-1400 til
miðvikudagsins 14. júní.

Tónvísir

Tónvísir, fréttabréf skólans, er nú komið út og hægt að nálgast hér eða í flipa hér að ofan.
Þar er eru upplýsingar um allt það sem viðkemur lokasprettinum á þessu skólaári; dagskrá vor- og framhaldsprófstónleika, hvernig skal endurnýja umsókn fyrir næsta skólaár og margt fleira. Við fletjum ykkur til að lesa það vel yfir.

Stórtónleikar Forskóla 2

Fimmtudaginn 16. mars blæs Forskóli 2 til stórtónleika og fær með sér í lið rokksveit og elstu lúðrasveit skólans. Tónleikarnir eru tvennir og eru í Stapa. 
Í Forskóla 2 eru allir nemendur 2. bekkjar í Reykjanesbæ, þau hafa æft af kappi vænlega efnisskrá í allan vetur undir handleiðslu kennara frá Tónlistarskólanum.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.17 og koma þar fram nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Stapaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18 og koma þar fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.
Tónleikarnir henta öllum aldurshópum og er aðgangseyrir enginn.

Sálumessa Verdi

Miðvikudaginn 22. febrúar fara fram stórtónleikar í Stapa. Óperufélagið Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar flytja Requiem (Sálumessu) eftir Verdi. Hægt er að næla sér í miða á tix.is hér

Á tónleikunum verður verkið flutt af 35 manna sinfóníuhljómsveit, 60 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda, tónlistarkennara, þjálfaðra áhugasöngvara og fjórum einsöngvurum. Stapi í Hljómahöll er glæsilegur tónleikasalur með stórt svið, um 400 sæti í sal og á svölum og hljómburður er sérlega góður.

Einsöngvarar eru:
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Guja Sandholt, mezzosópran
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenor
Keith Reed, bassi
Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson og konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir.

Bjöllukórinn og Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bjöllukórinn verður að venju þátttakandi í Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eins og undanfarin ár og við erum enn og aftur afar stolt af því. Um er að ræða ferna tónleika sem verða að venju í Eldborg í Hörpu, laugardaginn 17. desember og sunnudaginn 18. desember og báða dagana kl. 14 og 16. Að þessu sinni verður yngri Bjöllukórinn einnig með í þessu verkefni og hefur það hlutverk að spila frammi á gangi fyrir tónleikagesti eftir hverja tónleika. Eldri Bjöllukórinn spilar hins vegar fyrir tónleikagesti á undan hverjum tónleikum og fer svo á svið með Sinfóníunni. Við hvetjum alla til þess að ná sér í miða en þeir eru til sölu á vef hljómsveitarinnar á sinfonia.is/tonleikar-og-midasala