Month: mars 2015
Tónleikar lengra kominna nemenda 19. mars
Seinni tónleikar lengra kominna nemenda fóru fram 19. mars sl. í Bergi. Alls komu fram 10 nemendur fram á tónleikunum og sumir meira að segja tvisvar! Farið var um víðan völl í tónlistinni og m.a. mátti heyra frumsamið lag eftir Díönu Lind Monzon, Fiðlukonsert eftir Haydn og Sónötu eftir Telemann.
Tónleikar lengra kominna nemenda 18. mars
Fyrri tónleikar lengra kominna nemenda fóru fram í Stapa þann 18. mars sl. Fram komu tíu efnilegir nemendur og fluttu skemmtilega tónlist af mikilli snilld. M.a. mátti heyra Intermezzo eftir Atla Heimi Sveinsson, Air og tilbrigði úr svítu nr. 5 eftir G.F. Händel, Summertime eftir George Gershwin og tvö frumsamin lög eftir þau Díönu Lind og Sævar Helga.
Myndir frá tónfundi 13. mars 2015
Afar stuttur og skemmtilegur tónfundur fór fram síðasta föstudag, 13. mars, meðan fárviðri gekk yfir. Alls komu fram 5 nemendur á píanó og einn á kornett.
Tónleikar lengra kominna nemenda
Í næstu viku fara fram tónleikar lengra kominna nemenda við skólann. Tónleikarnir eru tvennir, þeir fyrri miðvikudaginn 18. mars í Stapa og seinni fimmtudaginn 19. mars í Bergi og hefjast báðir kl.19:30. Á þessum tónleikum koma fram allir þeir nemendur sem stunda nám á framhaldsstigi eða eru langt komnir á miðstigi. Mikill metnaður er lagður í þessa tónleika og er fólk hvatt til þess að mæta og heyra hvað frambærilegustu nemendur okkar hafa fram á að færa. Aðgangur er ókeypis!
Forskólatónleikar
Haldnir verða tvennir forskólatónleikar í Stapa fimmtudaginn 12. mars nk. Þeir fyrri verða kl.17 og seinni kl.18. Hefð hefur verið fyrir því sl. ár að forskólinn, lúðrasveit C og strengjasveit C sameini krafta sína, æfi saman og halda svo tónleika. En í fyrsta skipti í ár verður Stapinn lagður undir og vegna mikils fjölda nemenda og áhorfenda sem fylgja þeim þá verða tvennir tónleikar. Nánari upplýsingar má finna á viðhengi hér að neðan.
Myndir frá tónfundi 5. mars 2015
Síðasti tónfundur vikunnar fór fram í gær þar sem nemendur á píanó og gítar komu fram. Við minnum á að fleiri tónfundir eru á döfinni eins og hér segir:
föstudaginn 13. mars
mánudaginn 16. mars
þriðjudaginn 17. mars
miðvikudaginn 22. apríl
Myndir frá tónfundi 4. mars
Í gær, miðvikudaginn 4. mars, fór fram virkilega skemmtilegur tónfundur. Þar komu fram ma.a nemendur á gítar, píanó, trompet og þverflautu eins og myndirnar hér að neðan sína.