Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október

Kæru nemendur og forráðamenn.

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta, munu þá leggja niður störf. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Eftirtaldir starfsmenn Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa tilkynnt að þeir ætli að taka þátt í kvennaverkfallinu.

Birta R. Sigurjónsdóttir, söngkennari rytmískrar deildar. Dagný Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri, söngkennari. Geirþrúður F. Bogadóttir, deildarstjóri, forskólakennari, klarinettkennari. Guðríður E. Halldórsdóttir, píanókennari, meðleikari, Suzuki-píanókennari. Hjördís Einarsdóttir, forskólakennari. Jelena Raschke, forskólakennari, píanókennari, meðleikari. Jóhanna M. Kristinsdóttir, forskólakennari, tónfræðakennari (KJA). Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri, trompetkennari, stjórnandi bjöllukórs. Mariia Ishchenko, píanókennari, meðleikari. Monika M. Malesa, ræstitæknir með meiru. Ragnheiður E. Magnúsdóttir, þverflautukennari, stjórnandi lúðrasveita. Renata Ivan, deildarstjóri, píanókennari, meðleikari. Sigrún G. Magnúsdóttir, píanókennari, blokkflautukennari, Suzuki-blokkflautukennari, meðleikari. Tone Solbakk, forskólakennari. Unnur Pálsdóttir, fiðlukennari, stjórnandi kammerhópa. Þórarna S. Brynjólfsdóttir, málmblásturskennari, stjórnandi lúðrasveita. Þórunn Harðardóttir, fiðlukennari, víólukennari, stjórnandi strengjasveita.