Skólaslit verða í Stapa fimmtudaginn 25. maí kl. 18:00.
Áfangaprófsskírteini verða afhent sem og vitnisburðarblöð vetrarins. Fulltrúi Íslandsbanka
mun tilkynna nýjan handhafa Hvatningarverðlauna bankans fyrir næsta skólaár og að
venju verður áhugaverður tónlistarflutningur. Öll hjartanlega velkomin.
Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2023-2024
Föstudagurinn 19. maí n.k. er lokadagur fyrir núverandi nemendur til að endurnýja
umsóknir sínar fyrir næsta skólaár. Eftir þann dag förum við að vinna úr
biðlistaumsóknum. Við biðjum því nemendur/forráðamenn um að virða þessa dagsetningu
svo skólavist verði trygg.
Umsóknarferli í nýjum gagnagrunni íslenskra tónlistarskóla er því miður ekki tilbúið.
Því biðjum við þá sem ætla að hætta námi að senda okkur tölvupóst um það.
Eins biðjum við þá sem þurfa að tilkynna einhverjar breytingar að senda okkur póst.
Að öðru leiti flytjast nemendur sjálfkrafa óbreytt á milli skólaára.
Póstfang skólans er : tonlistarskoli@tonrnb.is
Nýjar umsóknir fyrir næsta skólaár
Sótt skal um á vef skólans undir hnappnum „Nýjar umsóknir“
Það er alltaf opið fyrir nýjar umsóknir, en ef nemandi vill eiga möguleika á því að komast
að næsta skólaár, er mjög æskilegt að sótt sé um eigi síðar en föstudaginn 2. júní n.k. Eftir
þann dag verður unnið úr nýjum umsóknum. Þeir sem fá skólavist fá tilkynningu í
tölvupósti. Aðrar umsóknir fara á biðlista. Ekki verður haft samband við þá umsækjendur
sem fara á biðlista, en skrifstofan veitir nánari upplýsingar í síma 420-1400 til
miðvikudagsins 14. júní.