Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hafið

Tónlistarskólakennarar sem eru innan Kennarasambands Íslands, þ.e. í Félagi tónlistarskólakennara (FT), hafa staðið í erfiðri kjarabaráttu allt þetta ár og nú er svo komið að boðað verkfall FT er hafið frá og með deginum í dag, miðvikudaginn 22. október. Við það raskast starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verulega, sem og nánast allra annarra tónlistarskóla á landinu.

Til upplýsinga, eru hér að neðan tveir listar. Annars vegar yfir þá kennara TR sem fara í verkfall og þær kennslugreinar sem þeir kenna við skólann og falla niður meðan á verkfalli stendur. Hins vegar listi yfir þá kennara TR sem ekki fara í verkfall (eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna, FÍH) og þær kennslugreinar sem þeir kenna og verða óbreyttar.

Kennarar innan KÍ/FT sem fara í verkfall og kennslugreinar og stjórnun sem falla niður vegna þess:

Aleksandra Pitak: Gítar, mið gítarsamspil, deildarstjórn

Áki Ásgeirsson: Tónver, Tónsmíðar

Berglind Stefánsdóttir: Flauta

Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir: Píanó, Slagkraftar, Slagharpa, deildarstjórn

Dagný Marinósdóttir: Flauta

Dagný Þórunn Jónsdóttir: Forskóli, Söngur, Opin söngdeild, Kór

Geirþrúður Fanney Bogadóttir: Forskóli, Klarinett, deildarstjórn

German Khlopin: Píanó, Harmonika, Samspil

Gréta Rún Snorradóttir: Forskóli, Selló

Helga Aðalheiður Jónsdóttir: Blokkflauta, Samspil

Helga Bryndís Magnúsdóttir: Meðleikur söngdeildar

Helgi Þorleiksson: Slagverk

Ína Dóra Hjálmarsdóttir: Forskóli, Kjarni

Jón Guðmundsson: Flauta

Jóna Kristín Jónsdóttir: Kjarni

Karen Janine Sturlaugsson: Bjöllukór, Aðstoðarskólastjórn. ATH. að æfingar elstu lúðrasveitarinnar munu halda áfram undir stjórn Björgvins R. Hjálmarssonar aðstoðarstjórnanda.

Kristín Þóra Pétursdóttir: Klarinett

Kristján Karl Bragason: Píanó, Meðleikur hljóðfæradeilda

Ragnheiður Skúladóttir: Píanó

Sigrún Gróa Magnúsdóttir: Forskóli, Píanó, Meðleikur yngri strengjanemenda, Slagkraftar

Steinar Guðmundsson: Píanó, Hljómborð

Tone Solbakk: Forskóli

Unnur Pálsdóttir: Fiðla, Strengjasveit eldri

Vilhjálmur Ingi Sigurðarson: Málmblástur

Þorkell Atlason: THH, Klassísk tónlistarsaga

Þorvaldur Már Guðmundsson: Gítar, yngsta og elsta gítarsamspil

Þórunn Harðardóttir: Fiðla, Víóla, Strengjasveit yngri

Örvar Ingi Jóhannesson: Píanó

Kennarar innan FÍH og fara því ekki í verkfall og kennslugreinar og stjórnun sem falla ekki niður:

Andrés Þór Gunnlaugsson: Meðleikur í Rymtískum söng

Andri Ólafsson: Klarinett

Ásgeir Aðalsteinsson: Forskóli, Kjarni

Björgvin Ragnar Hjálmarsson: Saxófónn, aðstoðarstjórnandi Lúðrasveit mið og elsta

Brynjólfur Snorrason: Trommur

Bylgja Dís Gunnarsdóttir: Forskóli, Söngur, Opin söngdeild, Leiklist söngdeildar

Díana Lind Monzon: Gítar

Eyþór Ingi Kolbeins: Rytmísk hljómfræði, Samspil, deildarstjórn

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir: Rytmískur söngur

Högni Þorsteinsson: Rafgítar, Samspil

Ingi Garðar Erlendsson: Kjarni, Djass-tónlistarsaga, deildarstjórn

Jóhann Smári Sævarsson: Söngur, Opin söngdeild

Páll Hannesson: Kontrabassi

Róbert Þórhallsson: Rafbassi

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: Málmblástur, Lúðrasveitir yngsta og mið, Samspil

Steingrímur Karl Teague: Rytmískt píanó

Strengjamót á Akureyri 17.-19. október

Landsmót strengjanemenda verður haldið á Akureyri dagana 17., 18. og 19. október n.k. Myndarlegur hópur nemenda, foreldra og kennara úr strengjadeild skólans tekur þátt, og verður lagt af stað með rútu héðan frá skólanum kl.10.30 á föstudaginn.

Landsmótinu lýkur með tónleikum í Hofi á sunnudeginum 19. október kl. 13.30. Það eru allir velkomnir á tónleikana og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Vetrarleyfi

Föstudaginn 17. og mánudaginn 20. október verður skólinn í vetrarleyfi. Það verður því engin kennsla þessa daga. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 21. október.

Upphaf kennslu skólaárið 2014-2015

Í lok dagsins í dag,  ættu allir nemendur að vera komnir með upplýsingar um alla tíma sem þeir eiga að sækja í tónlistarskólanum. Ef einhverjir hafa ekki fengið símtal eða tölvupóst frá hljóðfæra- /söngkennara sínum, vinsamlegast hafið samband við skólann.

Kennsla hefst á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst. Kennsla í tónfræðagreinum (Kjarni o.fl.) hefst viku síðar, eða miðvikudaginn 3. september.

Tvennir framhaldsprófs- og burtfarartónleikar

Tveir nemendur við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda burtfarartónleika sína á næstu dögum. Laugardaginn 17. maí kl.16.00 mun Arnar Freyr Valsson, nemandi í klassískum gítarleik, halda burtfarartónleika í Bergi, hinum nýja og glæsilega tónleikasal í Hljómahöll. Arnar Freyr hóf nám í klassískum gítarleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2001, auk þess sem hann stundaði nám í rafgítarleik um árabil samhliða klassíska gítarnum. Arnar Freyr hefur á námstímanum við skólann, sótt námskeið og masterklassa, m.a. New York Guitar Seminar. Arnar Freyr hefur verið rafgítarleikari Léttsveitarinnar undanfarin ár og leikið með eldri Gítarsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, auk þess að koma fram við ýmis tækifæri á vegum skólans sem einleikari á klassískan gítar. Kennari Arnars Freys á klassískan gítar, hefur frá upphafi verið Þorvaldur Már Guðmundsson.

Birta Rós Arnórsdóttir, nemandi í klassískum söng, mun halda burtfarartónleika, sömuleiðis í Bergi, miðvikudaginn 21. maí kl.20.00. Birta Rós hóf söngnám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2008 undir handleiðslu Dagnýjar Þ. Jónsdóttur, sem hefur verið kennari hennar síðan. Þar áður stundaði hún píanónám við Tónlistarskólann í Garði. Birta Rós syngur með Kór Söngdeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk þess sem hún hefur oft komið fram sem einsöngvari á vegum skólans við hin ýmsu tækifæri. Birta Rós er félagi í Kvennakór Suðurnesja og hefur komið fram sem einsöngvari með kórnum.

Strengjasveit frá Kristiansand og Strengjasveit TR

Strengjasveit skipuð nemendum frá Kristiansand í Noregi og Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, halda tónleika í Keflavíkurkirkju mánudaginn 12. maí kl.19.30. Mjög fjölbreytt efnisskrá, m.a. Konsert fyrir orgel og strengi eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, þar sem einleikari á orgel er Martin Pearson sem er einn af þekktari orgelleikurum Noregs.

Strengjasveitin frá Kristiansand er skipuð úrvalsnemendum á aldrinum 12 – 18 ára, úr svokölluðum „Laugardagsskóla“ sem er samstarfsverkefni Listaskóla Kristiansand, Tónlistardeild Háskólans í Agder og Menningarhússins í Kilden, og heitir formlega „Strengjasveit Laugardagsskólans“.

Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er skipuð þeim strengjanemendum skólans sem lengst eru komin í námi sínu. Sveitin heldur í tónleikaferð til Póllands 2. júní n.k. og þau verk sem strengjasveitin leikur á tónleikunum á mánudaginn eru hluti af þeirri efnisskrá sem sveitin mun leika úti.

Stjórnendur eru Unnur Pálsdóttir og Adam Grüchot.

Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.

Opnunarhátíð Hljómahallar

Kæru nemendur og fjölskyldur!

Verið velkomin á opnun Hljómahallar, sunnudaginn 6. apríl kl. 14 – 18.30

Forskóli 2 og Lúðrasveit Tónlistarskólans opna hátíðina og síðan leikur hljómsveitin Eldar.  Þá taka við tónleikar í Stapa, þar sem fram koma kórar og harmoníkuleikarar, en í Bergi verður tónleikaröð þar sem kennarar Tónlistarskólans koma fram.

Kennaratónleikar í Bergi á opnunarhátíð Hljómahallar:

Kl.  15.00 – 15.30

Dagný Þórunn Jónsdóttir, sópran

Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó

Berglind Stefánsdóttir, flauta

Jón Guðmundsson, flauta

Sigurgeir Agnarsson, selló

Kl.  16.00 – 16.30

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran

Jóhann Smári Sævarsson, bass-bariton

Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó

Kristján Karl Bragason, píanó

Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló

 Baldvin Ingvar Tryggvason, klarínetta

Kl. 17.00 – 17.30

Þorvaldur Már Guðmundson, flamenco-gítar

George Claassen, cajon

Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó

Birkir Freyr Matthíasson, trompet

Róbert Þórhallsson, bassi

Kl. 18.00 – 18.30

Áki Ásgeirsson, rafhljóð

Ingi Garðar Erlendsson, þránófónn

Tónleikar lengra kominna nemenda

Hinir árlegu Tónleikar lengra kominna nemenda verða í Bíósal Duushúsa, miðvikudaginn 12. mars og fimmtudaginn 13. mars. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Á tónleikum lengra kominna nemenda, koma fram þeir nemendur skólans sem komnir eru í framhaldsnám í tónlistarnámi sínu og einnig nokkrir þeirra sem komnir eru langt í miðnámi.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í Hljómahöll

Af gefnu tilefni þá er rétt að geta þess hvar Hljómahöllin er og þar með Tónlistarskólinn.

Heimilisfangið er:

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbær

Fyrir þá sem eru ekki kunnugir í bænum, að þá er þetta stóra hvíta húsið skáhallt á móti Ytri-Njarðvíkurkirkju.