Strengjamót á Akureyri 17.-19. október

Landsmót strengjanemenda verður haldið á Akureyri dagana 17., 18. og 19. október n.k. Myndarlegur hópur nemenda, foreldra og kennara úr strengjadeild skólans tekur þátt, og verður lagt af stað með rútu héðan frá skólanum kl.10.30 á föstudaginn.

Landsmótinu lýkur með tónleikum í Hofi á sunnudeginum 19. október kl. 13.30. Það eru allir velkomnir á tónleikana og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.